Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 18. apríl 2025 15:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Mættur aftur í KA eftir ár í burtu.
Mættur aftur í KA eftir ár í burtu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjálpaði KA að leggja írska liðið Dundalk að velli í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni þegar hann var hér síðast.
Hjálpaði KA að leggja írska liðið Dundalk að velli í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni þegar hann var hér síðast.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr bikarúrslitaleiknum 2023.
Úr bikarúrslitaleiknum 2023.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég átti góðan tíma hér, þekki Hadda vel og hélt sambandinu við hann. Þetta spilaðist svona, það var möguleiki að koma aftur, ég naut mín virkilega síðast og ég er mjög ánægður að vera kominn aftur," segir Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson sem sneri aftur í KA fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með liðinu seinni hluta tímabilsins 2023.

Hann var á sínum tíma á mála hjá Newcastle á Englandi og skoraði mark í þýsku úrvalsdeildinni þegar hann var hjá Armenia Bielefeld.

„Þetta er mjög svipað, mikið af sömu mönnum og voru þá, við erum með reynslumikinn hóp, en frá mér séð er augljóst að félagið er á leið í rétt átt, nýr völlur að koma og ný aðstaða. Þetta er félag á uppleið og það er gaman að vera hluti af því."

Jóan hélt frá Íslandi til Norður-Makedóníu og lék þar árið 2024 með KF Shkupi. „Það var mikil og góð reynsla, það var allt öðruvísi en það sem ég hef upplifað á mínum fótboltaferli. Ég naut þess mikið, en á saman tíma var það svolítil óreiða og á endanum hafði ég engan kost en að finna lausn með félaginu og losna undan samningnum af því að það var ekki verið að virða samninginn - án þess að ég fari í smáatriðin. Þetta var frábær reynsla en ég er líka ánægður að ég fékk tækifæri til þess að koma aftur hingað."

KA, sem ríkjandi bikarmeistari, spilar í Evrópukeppni í sumar. „Það er alltaf plús, en fyrir mig var það mikilvægasta að koma í félag sem veit hverju það getur búist við af mér og ég veit hverju ég geng að. Það var aðalatriðið í löngun minni að koma aftur og líka að vera hluti af þessu félagi."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.

Jóan er í betra standi en síðast þegar hann kom til KA. „Þegar ég kom síðast þá var ég búinn að vera meiddur og frá vellinum í u.þ.b. hálft ár. Núna er ég búinn að spila leiki með Shkupi, er í betra leikformi og líður betur líkamlega en síðast þegar ég kom."

Marcel Römer gekk í raðir KA í vikunni, Jóan Símun spilaði með bróður Marcel, Andre Römer, í Danmörku.

„Ég spilaði með bróður hans í Óðinsvéum svo ég þekki bróður hans betur, en ég spilaði á móti Marcel og hann verður mjög góð viðbót við hópinn, eitthvað sem við þurfum, og við erum allir mjög ánægðir að hann sé hér. Það er alltaf gott að hafa smá danskan hroka, við Færeyingarnir og Íslendingarnir tölum kannski ekki svo mikið, svo það er gott að fá einhvern sem talar mikið og getur verið leiðtogi."

Jóan segir að markmiðið sé skýrt hjá KA. „Við viljum enda í topp sex, viljum fara langt í bikarnum og viljum gera vel í Evrópu. Það er nokkuð ljóst hvað allir vilja gera. Eftir að hafa tapað 4-0 í síðasta leik er kannski skrítið að segja það, en mér finnst við vera með mjög góðan hóp og mikil gæði í liðinu. Ég held að við getum gert mjög vel á þessu tímabili," sagði Jóan sem ætlar sér auðvitað sigur í leiknum gegn KFA.

Titilvörn KA hefst í dag á Greifavellinum en þá kemur KFA í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 17:30.
Athugasemdir
banner
banner