Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   fös 18. júní 2021 22:36
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Við gætum verið með 21 stig eins og Fram
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er góð þróun í þessu hjá okkur og við erum alltaf ánægðir með að sigra og sérstaklega í dag. Við spilum við hörku Gróttulið, maður var búinn að pæla vel í þessum leik fyrir hann og þeir eru skeinuhættir á mjög mörgum stöðum.“
Voru fyrstu orð Bjössa Hreiðars sigurreifs þjálfara Grindvíkinga eftir 3-1 sigur hans manna á liði Gróttu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Oddur Ingi Bjarnason leikmaður Grindavíkur þurfti að fara af velli vegna meiðsla sem hann hlaut eftir ljóta tæklingu frá Sigurvin Reynissyni. Sigurvin fékk að líta gula spjaldið við litla hrifningu Grindvíkinga í stúkunni. En í lagi með Odd?

„Ég er ekki viss um það. Mér sýndist ekki þegar við fórum inn alls ekki. Hann lenti mjög illa. Fékk eina aftan-í tæklingu og er bara á fleygiferð og lendir mjög illa. Hann var funheitur og mjög slæmt að missa hann út af. “

Sigurinn fleytir Grindavík í annað sæti deildarinnar á eftir toppliði Fram sem en á eftir að tapa stigum. Bjössi ræddi Framliðið aðeins í tengslum við spurningu um hvort hann væri ánægður með stigasöfnun liðsins.

„Stigasöfnun, við gætum verið með 21 stig eins og Fram en erum ekki og erum töluvert á eftir þeim. Það er til full mikils ætlast að maður taki sjö leiki í röð eins og Fram enda eru þeir bara langbestir í þessari deild og eru að rúlla henni upp og eiga að rúlla henni upp. Þeir eru bara í þeim fasa og þeim gír svo þetta verður bara spurning um annað sætið.“

Sagði Bjössi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner