Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   fös 18. júní 2021 22:36
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Við gætum verið með 21 stig eins og Fram
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er góð þróun í þessu hjá okkur og við erum alltaf ánægðir með að sigra og sérstaklega í dag. Við spilum við hörku Gróttulið, maður var búinn að pæla vel í þessum leik fyrir hann og þeir eru skeinuhættir á mjög mörgum stöðum.“
Voru fyrstu orð Bjössa Hreiðars sigurreifs þjálfara Grindvíkinga eftir 3-1 sigur hans manna á liði Gróttu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Oddur Ingi Bjarnason leikmaður Grindavíkur þurfti að fara af velli vegna meiðsla sem hann hlaut eftir ljóta tæklingu frá Sigurvin Reynissyni. Sigurvin fékk að líta gula spjaldið við litla hrifningu Grindvíkinga í stúkunni. En í lagi með Odd?

„Ég er ekki viss um það. Mér sýndist ekki þegar við fórum inn alls ekki. Hann lenti mjög illa. Fékk eina aftan-í tæklingu og er bara á fleygiferð og lendir mjög illa. Hann var funheitur og mjög slæmt að missa hann út af. “

Sigurinn fleytir Grindavík í annað sæti deildarinnar á eftir toppliði Fram sem en á eftir að tapa stigum. Bjössi ræddi Framliðið aðeins í tengslum við spurningu um hvort hann væri ánægður með stigasöfnun liðsins.

„Stigasöfnun, við gætum verið með 21 stig eins og Fram en erum ekki og erum töluvert á eftir þeim. Það er til full mikils ætlast að maður taki sjö leiki í röð eins og Fram enda eru þeir bara langbestir í þessari deild og eru að rúlla henni upp og eiga að rúlla henni upp. Þeir eru bara í þeim fasa og þeim gír svo þetta verður bara spurning um annað sætið.“

Sagði Bjössi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner