Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 18. júní 2024 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavellinum.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Ég er bara gífurlega sáttur með niðurstöðuna, og ótrúlega sáttur með viðbrögð leikmanna í seinni hálfleiknum. Allt kredit á þá, hvernig þeir komu út í seinni hálfleikinn, við höfðum engu að tapa, allt að vinna. Þeir ná að brjótast út úr skelinni og koma framar á völlinn. Kredit á þá fyrir seinni hálfleikinn, eins slakur og sá fyrri var."

Fyrri hálfleikurinn var algjörlega eign Framara en HK-ingar komu sterkir út í seinni hálfleikinn. Skilaboðin í hálfleik hafa þá verið mikilvæg.

„Það var bara það, að við þurftum bara fara út og gera bara eitthvað. Við þurftum að hugsa minna, gera meira og keyra meira á þá, þora að stíga upp og stíga út. Ég bað þá bara vinsamlegast um að finna það innra með sér að koma með það inn í seinni hálfleikinn, og þeir gerðu það svo sannarlega. Eins og ég segi hrós á þá."

Það var mikil harka í leiknum og alls var lyft 7 spjöldum. Það hefði getað verið eitthvað um rauð spjöld en Helgi Mikael dómari leiksins lét þau gulu nægja.

„Ég get alveg skilið það að Kristján Snær hafi mögulega verið heppinn þarna. Það aru auðvitað 40-50 metrar í þetta (frá hans sjónarhorni) en ég held hann hafi alveg sloppið með skrekkinn þar. Það var samt líka í hina áttina. Það var ekkert að ástæðulausu að Brynjar Gauti er tekinn útaf þarna á gulu spjaldi, nýbúinn að brjóta af sér. Þannig þetta var ekkert endilega ósanngjarnt, en vissulega mikið flautað og dálítið mikið brotið."

HK eru með 10 stig í 9. sæti deildarinnar þegar 10 leikir eru búnir. Þeim var spáð neðsta sæti af lang flestum fjölmiðlum, því hlýtur þetta að teljast ágætis stigasöfnun.

„Auðvitað ætla ég ekkert að vera vanþakklátur fyrir þau stig sem við erum komnir með. En við höfum ekki unnið leiki þar sem mér hefur fundist að við hefðum getað farið með sigur á tímabilinu hingað til. Á endanum þurfum við bara að vera þakklátir fyrir þau stig sem við erum komnir með, við höfum unnið okkur inn þau stig sem við höfum fengið, eins og hérna í dag. Andinn í liðinu í seinni hálfleik verðskuldaði ekkert minna fannst mér og hvernig við vörðumst hérna í lokin þegar þeir dældu á okkur. Þeir fengu horn eftir horn og voru að dæla boltanum inn í boxið þar sem þeir eru sterkir. Þá fannst mér drengirnir ekki eiga neitt annað skilið en fagnaðarlætin sem eru inn í klefa í augnablikinu."


Athugasemdir
banner