Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   þri 18. júní 2024 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavellinum.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Ég er bara gífurlega sáttur með niðurstöðuna, og ótrúlega sáttur með viðbrögð leikmanna í seinni hálfleiknum. Allt kredit á þá, hvernig þeir komu út í seinni hálfleikinn, við höfðum engu að tapa, allt að vinna. Þeir ná að brjótast út úr skelinni og koma framar á völlinn. Kredit á þá fyrir seinni hálfleikinn, eins slakur og sá fyrri var."

Fyrri hálfleikurinn var algjörlega eign Framara en HK-ingar komu sterkir út í seinni hálfleikinn. Skilaboðin í hálfleik hafa þá verið mikilvæg.

„Það var bara það, að við þurftum bara fara út og gera bara eitthvað. Við þurftum að hugsa minna, gera meira og keyra meira á þá, þora að stíga upp og stíga út. Ég bað þá bara vinsamlegast um að finna það innra með sér að koma með það inn í seinni hálfleikinn, og þeir gerðu það svo sannarlega. Eins og ég segi hrós á þá."

Það var mikil harka í leiknum og alls var lyft 7 spjöldum. Það hefði getað verið eitthvað um rauð spjöld en Helgi Mikael dómari leiksins lét þau gulu nægja.

„Ég get alveg skilið það að Kristján Snær hafi mögulega verið heppinn þarna. Það aru auðvitað 40-50 metrar í þetta (frá hans sjónarhorni) en ég held hann hafi alveg sloppið með skrekkinn þar. Það var samt líka í hina áttina. Það var ekkert að ástæðulausu að Brynjar Gauti er tekinn útaf þarna á gulu spjaldi, nýbúinn að brjóta af sér. Þannig þetta var ekkert endilega ósanngjarnt, en vissulega mikið flautað og dálítið mikið brotið."

HK eru með 10 stig í 9. sæti deildarinnar þegar 10 leikir eru búnir. Þeim var spáð neðsta sæti af lang flestum fjölmiðlum, því hlýtur þetta að teljast ágætis stigasöfnun.

„Auðvitað ætla ég ekkert að vera vanþakklátur fyrir þau stig sem við erum komnir með. En við höfum ekki unnið leiki þar sem mér hefur fundist að við hefðum getað farið með sigur á tímabilinu hingað til. Á endanum þurfum við bara að vera þakklátir fyrir þau stig sem við erum komnir með, við höfum unnið okkur inn þau stig sem við höfum fengið, eins og hérna í dag. Andinn í liðinu í seinni hálfleik verðskuldaði ekkert minna fannst mér og hvernig við vörðumst hérna í lokin þegar þeir dældu á okkur. Þeir fengu horn eftir horn og voru að dæla boltanum inn í boxið þar sem þeir eru sterkir. Þá fannst mér drengirnir ekki eiga neitt annað skilið en fagnaðarlætin sem eru inn í klefa í augnablikinu."


Athugasemdir
banner
banner