sun 19. janúar 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Vinna hörðum höndum á Laugardalsvelli
Icelandair
Leikið verður á Laugardalsvelli í mars.
Leikið verður á Laugardalsvelli í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þann 26. mars næstkomandi verður landsleikur á Laugardalsvelli þegar Íslendingar taka á móti Rúmeníu í umspilsleik fyrir EM 2020.

Sigurliðið leikur svo gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu ytra um að spila í úrslitakeppni EM.

Starfsmenn Laugardalsvallar vinna nú hörðum höndum að því að sjá til þess að völlurinn verði í lagi þegar Rúmenía kemur í heimsókn. Enginn hiti er á vellinum og er því gripið til ýmissa ráðstafanna. KSÍ birti í dag myndir frá vinnu á vellinum. Hér að neðan má sjá þær myndir.

Mikil umræða hefur verið um þörfina á endurnýjun á þjóðarleikvangi Íslands en málin þokast verulega hægt áfram.

Íslenska landsliðið spilar í kvöld vináttulandsleik við El Salvador í Kalíforníu. Er það seinni leikur liðsins í þessu janúarverkefni. Flautað verður til leiks á miðnætti.


Athugasemdir
banner
banner