Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 19. nóvember 2020 09:26
Magnús Már Einarsson
Ísak fjórði yngsti landsliðsmaður Íslands í sögunni
Icelandair
Ísak í leiknum í gær.
Ísak í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping, varð í gær fjórði yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila landsleik fyrir Ísland. Ísak var 17 ára, 7 mánaða og 26 daga þegar hann kom inn á undir lokin gegn Englandi í gærkvöldi.

Sigurður Jónsson er yngsti landsliðsmaður sögunnar en hann var 16 ára og 8 mánaða þegar hann spilaði í sigri gegn Möltu árið 1983.

Ásgeir Sigurvinsson er næstyngstur en hann var 17 ára og tveggja mánaða í tapi gegn Noregi árið 1972.

Eiður Smári Guðjohnsen er þriðji yngsti landsliðsmaðurinn en hann var 17 ára og sjö mánaða þegar hann kom inn á fyrir föður sinn Arnór Guðjohnsen í sigri gegn Eistlandi árið 1996.

Ísak varð einnig þriðji ættliðurinn til að vera í leik á Wembley. Afi hans Guðjón Þórðarson stýrði Stoke til sigurs í framrúðubikarnum á Wembley árið 2000. Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir Ísaks, fór með Burnley upp í ensku úrvalsdeildina í úrslitaleik í umspili árið 2009.

Athugasemdir
banner