Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   þri 19. nóvember 2024 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Sverri Inga Ingason eftir tap Íslands gegn Wales í lokaleik í B deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.


„Við byrjuðum vel og uppskárum. Mér fannst við vera með fín tök á leiknum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn heilt yfir, það var mikill skellur að fá okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Við fáum tækifæri til að koma okkur inn í leikinn en svo refsa þeir okkur grimmilega. 3-1, þá var þetta erfitt, úrslitin gefa ranga mynd af því hvernig leikurinn var. Saga þessa leiks var að okkur var refsað grimmilega," sagði Sverrir Ingi.

„Í 2-1 og 3-1 vorum við með fín tök á leiknum og vorum að skapa okkur færi en skorum ekki. Svo erum við að tapa boltanum á vondum stöðum, við getum ekki verið að missa boltann á svona stöðum á móti svona liðum."

Framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfari er í óvissu en samningur hans við KSÍ rennur út í lok mánaðarins. Vill Sverrir halda honum?

„Mér finnst vera stígandi í þessu spilanlega þótt úrslitin hafi oft ekki gefið rétta mynd af þessu, sérstaklega í síðasta glugga. Við erum með ljóst plan og vitum hvað við viljum gera. Það er ekki mín ákvörðun að taka, við höfum verið ánægðir með það sem við erum að gera undanfarið," sagði Sverrir Ingi.

„Orri og Jói fara út af í dag og það vantar Hákon og Albert. Þetta eru okkar bestu leikmenn. Það er oft erfitt þegar þú missir þína bestu leikmenn í leikjum og í aðdragandanum. Ef við viljum fara alla leið sem lið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn, það skiptir sköpum, þetta eru leikmenn sem eru að spila gríðarlega vel fyrir sín félagslið og á háu 'leveli'."


Athugasemdir
banner
banner