Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   þri 19. nóvember 2024 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Sverri Inga Ingason eftir tap Íslands gegn Wales í lokaleik í B deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.


„Við byrjuðum vel og uppskárum. Mér fannst við vera með fín tök á leiknum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn heilt yfir, það var mikill skellur að fá okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Við fáum tækifæri til að koma okkur inn í leikinn en svo refsa þeir okkur grimmilega. 3-1, þá var þetta erfitt, úrslitin gefa ranga mynd af því hvernig leikurinn var. Saga þessa leiks var að okkur var refsað grimmilega," sagði Sverrir Ingi.

„Í 2-1 og 3-1 vorum við með fín tök á leiknum og vorum að skapa okkur færi en skorum ekki. Svo erum við að tapa boltanum á vondum stöðum, við getum ekki verið að missa boltann á svona stöðum á móti svona liðum."

Framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfari er í óvissu en samningur hans við KSÍ rennur út í lok mánaðarins. Vill Sverrir halda honum?

„Mér finnst vera stígandi í þessu spilanlega þótt úrslitin hafi oft ekki gefið rétta mynd af þessu, sérstaklega í síðasta glugga. Við erum með ljóst plan og vitum hvað við viljum gera. Það er ekki mín ákvörðun að taka, við höfum verið ánægðir með það sem við erum að gera undanfarið," sagði Sverrir Ingi.

„Orri og Jói fara út af í dag og það vantar Hákon og Albert. Þetta eru okkar bestu leikmenn. Það er oft erfitt þegar þú missir þína bestu leikmenn í leikjum og í aðdragandanum. Ef við viljum fara alla leið sem lið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn, það skiptir sköpum, þetta eru leikmenn sem eru að spila gríðarlega vel fyrir sín félagslið og á háu 'leveli'."


Athugasemdir
banner
banner