Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   þri 19. nóvember 2024 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Sverri Inga Ingason eftir tap Íslands gegn Wales í lokaleik í B deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.


„Við byrjuðum vel og uppskárum. Mér fannst við vera með fín tök á leiknum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn heilt yfir, það var mikill skellur að fá okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Við fáum tækifæri til að koma okkur inn í leikinn en svo refsa þeir okkur grimmilega. 3-1, þá var þetta erfitt, úrslitin gefa ranga mynd af því hvernig leikurinn var. Saga þessa leiks var að okkur var refsað grimmilega," sagði Sverrir Ingi.

„Í 2-1 og 3-1 vorum við með fín tök á leiknum og vorum að skapa okkur færi en skorum ekki. Svo erum við að tapa boltanum á vondum stöðum, við getum ekki verið að missa boltann á svona stöðum á móti svona liðum."

Framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfari er í óvissu en samningur hans við KSÍ rennur út í lok mánaðarins. Vill Sverrir halda honum?

„Mér finnst vera stígandi í þessu spilanlega þótt úrslitin hafi oft ekki gefið rétta mynd af þessu, sérstaklega í síðasta glugga. Við erum með ljóst plan og vitum hvað við viljum gera. Það er ekki mín ákvörðun að taka, við höfum verið ánægðir með það sem við erum að gera undanfarið," sagði Sverrir Ingi.

„Orri og Jói fara út af í dag og það vantar Hákon og Albert. Þetta eru okkar bestu leikmenn. Það er oft erfitt þegar þú missir þína bestu leikmenn í leikjum og í aðdragandanum. Ef við viljum fara alla leið sem lið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn, það skiptir sköpum, þetta eru leikmenn sem eru að spila gríðarlega vel fyrir sín félagslið og á háu 'leveli'."


Athugasemdir
banner