Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Burnley horfir til mannsins sem fór illa með Val og Tottenham í fyrra
Mynd: Getty
Burnley er í leit að liðsstyrk fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Hópurinn er þunnskipaður og ekki hjálpaði til að nokkrir greindust með Covid á dögunum.

Burnley horfir til miðjumannsins sem fór illa með Val í forkeppni Meistaradeildarinnar síðasta sumar. Sá heitir Mislav Orsic og er leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu.

Orsic er 29 ára og skoraði seinna mark Dinamo á Origo vellinum síðasta sumar. Hann skoraði þá öll þrjú mörk Zagreb gegn Tottenham í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar fyrir tæpu ári síðan.

Umræða um Orsic:
„Þá ertu að horfa á mann sem er metinn á milljarð og þú skilur það"

Orsic er metinn á um tíu milljónir punda, hann á að baki fjórtán leiki fyrir króatíska landsliðið. Félagaskiptaglugginn lokar 31. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner