Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 20. febrúar 2025 15:35
Elvar Geir Magnússon
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Heimir Gunnlaugsson, formaður Víkings.
Heimir Gunnlaugsson, formaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, er auðvitað spenntur fyrir kvöldinu. Stuðningsmenn Víkings eru að safnast saman á írskum bar í miðbæ Aþenu og hita upp fyrir leikinn.

Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld, 22 að staðartíma.

„Leikdagurinn er einstaklega erfiður í dag því leikurinn er svo seint. Maður hefur meiri tíma til að vera kvíðinn og spenntur," segir Heimir.

Víkingur vann fyrri leikinn 2-1 en það er gríðarleg pressa á heimamönnum að klára einvígið. Það yrði hreinlega skandall fyrir Panathinaikos að falla úr leik.

„Við finnum það svolítið í viðmótinu sem við erum að fá hérna. Það ætlast allir hérna til þess að þeir vinni þennan leik, ekki síst forráðamennirnir. Þeir eru mjög harðir á því að þeir verði að klára þetta."

Heimir segir að um 75 Víkingar verði á vellinum í kvöld en leikvangurinn er gríðarlega stór, tekur 75 þúsund manns. Að meðaltali hafa 20 þúsund áhorfendur verið á heimaleikjum Panathinaikos á tímabilinu.

„Ég er djúpt snortinn yfir því hversu margir koma hingað á eigin vegum til að fylgja okkur til Aþenu," segir Heimir en viðtalið má sjá í heild hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner