Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 20. júní 2022 22:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Erum með leikmenn með stórt hjarta
Réttilega sáttur með sína menn
Réttilega sáttur með sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks var skiljanlega mjög sáttur eftir 4-1 sigur á KA í kvöld en liðin mættust á Kópavogsvelli í 10. umferð Bestu deildar karla.

„Leikurinn gegn Val var að mörgu leyti mjög góður og ef maður getur horft framhjá úrslitunum og tekið frammistöðuna og svarað tapinu með svona leik í dag þá er það bara vel gert hjá liðinu og mikið hrós á strákana."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Varnarleikur Blika, sérstaklega í föstum leikatriðum var virkilega góður þar sem að KA fengu haug af aukaspyrnum og hornspyrnum sem KA eru þekktir fyrir að nýta sér en Blikar vörðust því vel í kvöld.

„Bara allt hrós á strákana þar, við erum kannski ekki með svakalega turna í okkar liði en leikmenn sem eru með stórt hjarta og eru tilbúnir að berjast og taka ábyrgð. Við höfum varist þessum föstu leikatriðum gríðarlega vel, fáum á okkur mark eftir frákast úr föstu leikatriði en það gerist kannski út af mörgum skiptingum og takturinn kannski smá farinn úr leiknum."

„Ég viðurkenni það var pirrandi að fá þetta mark á sig en það er rétt hjá þér við vörðumst föstu leikatriðunum virkilega vel í dag og höfum gert það heilt yfir mjög vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Halldór t.d. um frammistöðuna hjá Ísaki Snæ í kvöld, hvað Gísli Eyjólfsson gerir fyrir Breiðabliksliðið og er Thomas Mikkelsen á leið aftur í Kópavog?
Athugasemdir
banner