Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
banner
   mán 20. júní 2022 22:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Erum með leikmenn með stórt hjarta
Réttilega sáttur með sína menn
Réttilega sáttur með sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks var skiljanlega mjög sáttur eftir 4-1 sigur á KA í kvöld en liðin mættust á Kópavogsvelli í 10. umferð Bestu deildar karla.

„Leikurinn gegn Val var að mörgu leyti mjög góður og ef maður getur horft framhjá úrslitunum og tekið frammistöðuna og svarað tapinu með svona leik í dag þá er það bara vel gert hjá liðinu og mikið hrós á strákana."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Varnarleikur Blika, sérstaklega í föstum leikatriðum var virkilega góður þar sem að KA fengu haug af aukaspyrnum og hornspyrnum sem KA eru þekktir fyrir að nýta sér en Blikar vörðust því vel í kvöld.

„Bara allt hrós á strákana þar, við erum kannski ekki með svakalega turna í okkar liði en leikmenn sem eru með stórt hjarta og eru tilbúnir að berjast og taka ábyrgð. Við höfum varist þessum föstu leikatriðum gríðarlega vel, fáum á okkur mark eftir frákast úr föstu leikatriði en það gerist kannski út af mörgum skiptingum og takturinn kannski smá farinn úr leiknum."

„Ég viðurkenni það var pirrandi að fá þetta mark á sig en það er rétt hjá þér við vörðumst föstu leikatriðunum virkilega vel í dag og höfum gert það heilt yfir mjög vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Halldór t.d. um frammistöðuna hjá Ísaki Snæ í kvöld, hvað Gísli Eyjólfsson gerir fyrir Breiðabliksliðið og er Thomas Mikkelsen á leið aftur í Kópavog?
Athugasemdir
banner