Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
   mið 20. september 2023 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Guðný á landsliðsæfingu í dag.
Guðný á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðný í leik gegn nágrönnunum í Inter.
Guðný í leik gegn nágrönnunum í Inter.
Mynd: Getty Images
Veit það ekki alveg núna þar sem ég er eki búin að vera í svolítinn tíma
Veit það ekki alveg núna þar sem ég er eki búin að vera í svolítinn tíma
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn á móti Wales leggst ótrúlega vel í mig, gaman að vera komin heim og spila alvöru leik á heimavelli. Það er spennandi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég ekki alveg hvernig Þjóðadeildin virkar, en veit að við eigum að reyna vinna alla okkar leiki. Þetta er bara riðill og við ætlum að vinna hann," náði Guðný Árnadóttir að segja við Fótbolta.net áður en geitungur gerðist full ágengur að hennar mati.

Hægt er að sjá þá „árás" í spilaranum efst.

Eyddi sumarfríinu í að æfa
Guðný missti út sex síðustu leikina á síðasta tímabili með félagsliði sínu AC Milan. Hún glímdi við axlarmeiðsli og tók dágóðan tíma fyrir hana að komast í aðgerð og gagnrýndi kærasti Guðnýjar félagið fyrir hversu langan tíma það tók. Guðný var ekki með landsliðinu í apríl og var heldur ekki með í júlí.

„Það var í lok tímabils í fyrra, missti af leikjum í enda tímabilsins úti og missti af tveimur verkefnum hér með landsliðinu. Þetta gerðist í landsliðsverkefni í febrúar. Ég er búin að spila 5-6 síðustu leiki úti og er öll að koma til. Þetta ferli tók einhverja þrjá mánuði."

„Ekki alveg í byrjun, en ég náði aðeins að hvíla og svo fljótlega gat ég byrjað að æfa, eyddi sumarfríinu í að æfa. Ég er alveg klár núna, náði öllu undirbúningstímabilinu úti og deildin var að byrja um síðustu helgi."

„Við mættum Roma í fyrsta leik, sem er sterkasta liðið, ég hélt við værum alveg með þetta en við töpuðum þeim leik (2-4). Þetta er langt tímabil, við erum með flottan hóp og eigum að geta gert góða hluti. Ég er bara mjög spennt fyrir tímabilinu."


Sterkari hópur en áður
Hvert er markmiðið hjá Milan?

„Markmiðið er bara alltaf að vinna, við ætlum okkur að ná í titil fyrir klúbbinn og við eigum að geta það með þennan hóp sem við erum með."

„Mér finnst við vera með stærri og sterkari hóp heldur en við höfum verið með. Það er verið að halda í lykilleikmenn og erum vel samrýndar."


„Alveg eins" og að búa í Hafnarfirði
Guðný hélt til Ítalíu fyrir tæpum þremur árum. Hvernig líður henni í Mílanó?

„Mjög vel, er mjög ánægð þar. Ég er að fara inn í þriðja tímabilið og maður þekkir þetta. Ég er mjög spennt fyrir því."

Er þetta ekki svipað eins og að búa í Hafnarfirði?

„Jú jú, þetta er eiginlega alveg eins," sagði Guðný á léttu nótunum.

„Ítalskan... ég er búin að vera þarna í tvö og hálft ár og skil alveg og get talað við þá sem ég þarf til að redda mér. Ég þarf bara að taka næsta skref og tala meira."

Vonast til að byrja
Hvernig sér Guðný hlutverk sitt í landsliðinu. Gerir hún ráð fyrir að byrja á föstudaginn gegn Wales?

„Ég vona það auðvitað alltaf, veit það ekki alveg núna þar sem ég er ekki búin að vera í svolítinn tíma."

„Markmiðið er þrjú stig, þetta er keppnisleikur í Þjóðadeildinni, riðlakeppni og við viljum vinna,
sagði Guðný.

Í lok viðtals ræðir hún svo um gamla félagið sitt FH. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner