Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. maí 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Linda skoraði í endurkomunni - Kjálkabrotnaði og fékk heilahristing í október
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linda Líf Boama sneri til baka í lið Þróttar gegn Selfossi á miðvikudag. Linda skoraði eitt af þremur mörkum Þróttar í leiknum.

Linda viðbeinsbrotnaði í júlí síðasta sumar og hélt svo utan í háskólaboltann.

Hún var nýkomin til baka eftir meiðsli síðasta sumars þegar hún meiddist alvarlega í október.

„Þetta var svakalegt, ég fer meidd út í háskólaboltann og í öðrum leiknum eftir endurkomuna þá kjálkabrotna ég, fæ heilahristing og brýt tvo jaxla í leiðinni," sagði Linda.

Linda varð fyrir miklu höggi þann 6. október. Hún spilaði einhverjar mínútur undir lok tímabilsins úti en þurfti að passa sig í návígum og mátti ekki skalla boltann sem dæmi.

„Í leiknum á móti Selfossi mátti ég í fyrsta skipti gera allt," sagði Linda.

Hvernig er þetta, þarftu að taka einhver lyf eða ertu á fljótandi fæði?

„Ég þurfti að passa mig vel strax eftir brotið. Allt var annað hvort vökvi eða eitthvað maukað. Síðan þegar vírarnir voru teknir úr þá mátti ekki borða neitt hart fyrstu mánuðina. Þetta var ekki góð reynsla, mæli ekki með brotnum kjálka. Nei, engin lyf, hef aldrei verið mikið fyrir þau," sagði Linda.

Linda kom við sögu í sjö leikjum í fyrra og skoraði eitt mark. Hún er fædd árið 2001, lék á sínum tíma tíu leiki fyrir U19 landsliðið og skoraði í þeim þrjú mörk.

Næsti leikur Þróttar er gegn Stjörnunni næsta miðvikudag.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Linda Líf


Athugasemdir
banner
banner