Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mið 21. júní 2023 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Ási Arnars eftir jafneflið: Alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson þjáflari Breiðabliks var svekktur með jafntefli gegn Þrótti í kvöld. Liðið hans var yfir 1-0 í háfleik en fjörugur seinni hálfleikur endaði með að liðin skildu jöfn 2-2.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Við erum svekkt að hafa ekki náð að klára leikinn eftir að hafa náð forystunni í fyrri hálfleik, og haldið henni lengi þá er svona eins og það slokkni á okkur þarna á 5 mínútna kafla þar sem við fáum á okkur 2 mörk. Þar í framhaldinu er leikurinn kannski svolítið opinn í báða enda en fyrst og fremst svekkelsi að ná ekki að klára þetta."

Þróttarar komu sterkir út í seinni hálfleikinn og skoruðu 2 mörk á 2 mínútum til þess að komast yfir í 2-1.

„Það er alltaf kjaftshögg en við svo sem stóðum upp úr því og svöruðum, við náðum að jafna leikinn sem er bara sterkur karakter. En við hefðum viljað fara alla leið og sjá kannski sláarskotið hjá Taylor inni, það hefði verið skemmtilegt."

Leikurinn varð mjög opinn síðustu 20 mínúturnar þar sem bæði lið fengu nóg af færum til að skora sigurmarkið en það kom þó ekki.

„Ég held það hafi bara sýnt sig að bæði lið vildu vinna þennan leik. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik fyrir bæði lið. Þannig að ég held að leikurinn hafi verið eins og hann var af því að bæði lið lögðu allt í að sækja sigurmarkið, en þá opnaru þig aðeins hinum megin og bæði liðin voru að því."

Þetta var stórleikur umferðarinnar þar sem annað og þriðja sætið mættust. Því vildu bæði lið sækja til sigurs til að halda sér nálægt topp sætinu.

„Það er bara gríðarlega pirrandi, alltaf pirrandi að ná ekki sigrinum"  Sagði Ásmundur við því hvort það væri ekki pirrandi að ná ekki sigri í toppbáráttuslag. Breiðablik á hinsvegar topplið Vals næst. „Sunnudagurinn er bara nýtt móment, nýr leikur. Við þurfum bara að safna kröftum og koma dýrvitlausar í hann og ná í sigur hérna á heimavelli."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner