Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fös 21. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leah Pais.
Leah Pais.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila. Við ætluðum að gera allt sem við gátum til að komast í næstu umferð," segir Leah Pais, leikmaður Þróttar, sem er leikmaður 8-liða úrslitana í Mjólkurbikar kvenna.

Leah fór hamförum þegar Þróttur vann lagði Aftureldingu að velli í Mosfellsbæ. Hún skoraði öll fjögur mörkin í 1-4 sigri. Hennar fyrstu mörk fyrir liðið í sumar.

„Ég hafði verið að leita eftir fyrstu mörkunum. Það var gaman að skora eftir allt sem við höfðum lagt á okkur. Við erum að vinna í því að skora fleiri mörk og nýta færin betur. Að fá sjálfstraustið var mjög gott."

Þróttur hefur átt í erfiðleikum í deildinni en liðið er að standa sig vel í bikarnum og mætir Val í undanúrslitunum.

„Bikarinn hefur klárlega hjálpað okkur. Við stöndum okkur alltaf vel í bikarnum og þar höfum við sýnt hvers við erum megnugar. Í deildinni höfum við verið að spila vel en við þurfum bara að laga hitt og þetta. Tölfræðin lýgur ekki. Við erum að skapa fullt af færum og erum ekki að fá mörg mörk á okkur. Bikarinn er að gefa okkur sjálfstraust og sýnir okkur það að þegar við erum upp á okkar besta, að þá getum við unnið öll lið."

Katie Cousins, góð vinkona Leah, er í liði Vals. Hvernig verður að mæta henni?

„Þegar við göngum inn á völlinn, þá erum við ekki lengur vinkonur," sagði Leah og brosti. „Það er alltaf gaman að spila gegn vinum sínum. Við erum bara með eitt markmið og það er að komast í úrslitaleikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Leah, sem er upprunalega frá Kanada, um lífið á Íslandi en hún er á fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa gert það gott í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún nýtur lífsins á Íslandi og hefur elskað að kynnast nýrri menningu hér á landi.
Athugasemdir
banner