Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 21. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leah Pais.
Leah Pais.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila. Við ætluðum að gera allt sem við gátum til að komast í næstu umferð," segir Leah Pais, leikmaður Þróttar, sem er leikmaður 8-liða úrslitana í Mjólkurbikar kvenna.

Leah fór hamförum þegar Þróttur vann lagði Aftureldingu að velli í Mosfellsbæ. Hún skoraði öll fjögur mörkin í 1-4 sigri. Hennar fyrstu mörk fyrir liðið í sumar.

„Ég hafði verið að leita eftir fyrstu mörkunum. Það var gaman að skora eftir allt sem við höfðum lagt á okkur. Við erum að vinna í því að skora fleiri mörk og nýta færin betur. Að fá sjálfstraustið var mjög gott."

Þróttur hefur átt í erfiðleikum í deildinni en liðið er að standa sig vel í bikarnum og mætir Val í undanúrslitunum.

„Bikarinn hefur klárlega hjálpað okkur. Við stöndum okkur alltaf vel í bikarnum og þar höfum við sýnt hvers við erum megnugar. Í deildinni höfum við verið að spila vel en við þurfum bara að laga hitt og þetta. Tölfræðin lýgur ekki. Við erum að skapa fullt af færum og erum ekki að fá mörg mörk á okkur. Bikarinn er að gefa okkur sjálfstraust og sýnir okkur það að þegar við erum upp á okkar besta, að þá getum við unnið öll lið."

Katie Cousins, góð vinkona Leah, er í liði Vals. Hvernig verður að mæta henni?

„Þegar við göngum inn á völlinn, þá erum við ekki lengur vinkonur," sagði Leah og brosti. „Það er alltaf gaman að spila gegn vinum sínum. Við erum bara með eitt markmið og það er að komast í úrslitaleikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Leah, sem er upprunalega frá Kanada, um lífið á Íslandi en hún er á fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa gert það gott í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún nýtur lífsins á Íslandi og hefur elskað að kynnast nýrri menningu hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner