Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
   fös 21. júní 2024 23:31
Sölvi Haraldsson
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta var hörkuleikur. Það er erfitt að spila á móti FH og þær sýndu það í kvöld. Ég er mjög sáttur með þrjú stig og þrjú mörk.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld á Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Var Pétur ósáttur með að fá á sig þetta seinasta mark sem kom í veg fyrir það að Valsliðið héldi hreinu.

Mér fannst þetta óþarfi. Þarna áttum við að koma boltanum í burtu. En Ída er góð skotmanneskja og frábært mark hjá henni.“

Anna Úrsúla var á bekknum hjá Val í kvöld annan leikinn í röð. Hver er ástæðan fyrir því?

Íris er ekki með okkur eins og er. Anna Úrsúla stekkur inn í þetta fyrir okkur sem er frábært. Frábær markmaður í gamla daga og frábær íþróttakona.

Hefði hún kannski átt að velja fótboltann á sínum tíma?

Ég veit það ekki, þú verður að spurja hana að því.“

Pétur bætti svo við.

„Hún (Íris) verður mætt eftir næsta leik.

Það styttist mjög í Berglindi segir Pétur.

Það styttist mjög mikið í Berglindi Björg. Það má alveg búast við henni bráðlega.

Pétur gaf út pistil á dögunum þar sem hann sagði að Stöð Tvö Sport gæti gert miklu betur í kringum leiki í Bestu deild kvenna. Fékk Pétur einhver viðbrögð við þeim pistli?

Ég sá að það var góður panell á Víkingsvellinum í gær. Það var bara frábært og gott hjá þeim að taka tillit til þess og gera þetta betur.

En fékk Pétur einhver viðbrögð frá Stöð Tvö Sport eða Sýn?

Nei.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner