Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. janúar 2022 16:47
Brynjar Ingi Erluson
Kómoreyjar án markvarða fyrir stærsta leikinn í sögu landsliðsins
Kómoreyjar gætu þurft að spila með útileikmann í markinu
Kómoreyjar gætu þurft að spila með útileikmann í markinu
Mynd: Getty Images
Kómoreyjar eru að undirbúa sig fyrir stærsta leikinn í sögu karlalandsliðsins er það mætir gestgjöfunum í Kamerún í 16-liða úrslit Afríkukeppninnar á mánudag en það kom heldur betur babb í bátinn í dag.

Kómoreyjar eru að taka þátt í lokamóti Afríkukeppninnar í fyrsta sinn í sögunni.

Liðið hefur náð ótrúlegum úrslitum og unnu meðal annars Gana í lokaleiknum í riðlakeppninni, 3-2.

Kómoreyjar höfnuðu í 3. sæti og var eitt af fjórum liðum sem voru með besta árangurinn í því sæti og komust því í 16-liða úrslitin en nú er útlitið svart.

Tólf smit greindust í hópnum í dag og voru tveir markverðir liðsins þar á meðal. Liðin eru öll með þrjá markverði en þriðji markvörður þeirra er meiddur og er því liðið ekki með markvörð fyrir leikinn.

Þá er þjálfari liðsins einnig smitaður. Það er reynt að finna lausn í þessu máli en fótboltasamband Afríku sagði fyrir mót að lið þyrftu að spila leikina, þó það vantaði alla markverði.

Reglan er þannig að ef liðið nær ekki að tefla fram ellefu leikmönnum á mánudaginn að þá færi málið fyrir framkvæmdanefnd keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner