Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 22. apríl 2022 23:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingimar og Þórarinn Ingi spá í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Munið það!
Munið það!
Mynd: EPA
34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og hefst umferðin með leik Manchester United og Arsenal í hádeginu á morgun.

Dúettinn Ingimar Helgi Finnsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson, starfsmenn Vodafone, spá fyrir um úrslit leikjanna í 34. umferðinni.

Sóli Hólm var síðasti spámaður og tókst honum á einhvern hátt að vera með tvo rétta.

Trúðalestin, eins og sumir kalla þá Ingimar og Þórarinn, spá leikjunum svona:

Arsenal 1 - 1 Man Utd
Við verðum að henda í gamla góða 1-1 á þennan leik. Mikið undir hjá báðum liðum og verða liðin að virða punktinn hérna. Ronaldo hefur verið að æfa undanfarna daga og það er skrifað í skýin að hann skori. Saka jafnar fljótlega eftir markið og þar við situr.

Leicester 2 - 0 Aston Villa
Brendan tekur Gerrard með kaffi í annarri og sígó í hinni. 2-0 á þægilegum laugardegi á King Power. Harvey Barnes með óvænta tvennu.

Man City 5 - 0 Watford
Fimm - Núll. Þægindi. Engin skorar tvö mörk. Fimm markaskorarar. KDB, Mahrez, Sterling, Foden og Jesus.

Norwich 1 - 2 Newcastle
Púkinn opnar partýið á Carrow Road en hljómsveitarstjórinn Bruno Guimares stjórnar endurkomunni. Chris Wood með tvennu í andlitið á Dean Smith.

Brentford 1 - 3 Spurs
Það verður falleg stund þegar Eriksen mætir sínum gömlu og góðu. Son kemur Spurs yfir, Eriksen jafnar. Áður en Kane tekur málin sínar hendur og skorar tvö stykki. Eriksen skrifar svo undir hjá Spurs í sumar. Munið það.

Brighton 0 - 0 Southampton
Dauðinn á skriðbeltunum. Ömurlegt.

Burnley 2 - 0 Wolves
Burnley mun ekki falla. Voru glæsilegir á móti Southampton. Connor Roberts skorar aftur, eins ótrúlegt og það hljómar. Seinna verður sjálfsmark.

Chelsea 2 - 1 West Ham
Lukaku verður í trúðaskónum á bekknum allan tímann. Timo skorar eftir deflection. Yarmolenko kemur inn af bekknum og skorar. Það er svo á huldu hver skorar sigurmarkið.

Liverpool 4 - 0 Everton
Himinn og Haf er titill þessa leiks. Við segjum 4-0 þó svo að það gæti orðið stærra. Salah með þrennu og Fabinho eitt úr víti eftir að Salah fær heiðurskiptinguna. Everton mun falla.

Crystal Palace 2 - 1 Leeds
Kvöldleikir á Selhurst eru a thing of beauty. Alvöru stemmning og stuðningsmenn keyra Crystal Palace yfir línuna.

Fyrri spámenn:
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Venni Páer - 6 réttir
Arnór Gauti - 5 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Kristjana Arnars - 4 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Villi Neto - 2 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Enski boltinn - Ferna og Everton fellur
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner