Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 22. júní 2021 23:30
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jakob Leó: Sigur, það er alltaf markmiðið
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
HK mætti Gróttu á Vivaldivellinum í dag en þar fóru HK með 1-2 sigur af hólmi. Danielle Marcano skoraði bæði mörk HK á meðan María Lovísa Jónasdóttir skoraði mark Gróttu í leiknum. Jakob Leó Bjarnason var léttur eftir sigurinn í kvöld.

„Sigur, það er alltaf markmiðið og ég er gríðarlega stoltur af liðinu og sáttur."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 HK

Eftir annað mark HK færast þær aftar á völlinn eða eins og kemur fram í textalýsingu, „HK byrjaðar að færa sig aftar og spila meiri skyndisóknarbolta, hleypa Gróttu ofar og sækja svo hratt á þær þegar þær vinna hann." en er Jakob spurður hvort þetta hafi komið frá þjálfarateyminu.

„Það er bara eitthvað sem gerist í leiknum, við höfum ekki verið mikið að halda forystum og við töluðum um það í hálfleik að koma framar á völlinn og ekki vera svona aftarlega. Ekki það að mér fannst þær ekki vera að finna neinar leiðir en þá kemur 2-1 markið úr horspyrnu en það er alltaf hætta þegar við erum komin svona aftarlega."

Félagsskiptagluggin opnar í næstu viku en mörg lið eru að skoða sig um og leita að nýjum leikmönnum. Jakob hefur verið að skoða sig um.

„Við erum að líta í kringum okkur en við erum með 5 leikmenn sem fara erlendis í háskólaboltann. Þannig við munum klárlega skoða hvaða möguleika við höfum en hópurinn er stór og við gerðum hann stóran af ásettu ráði af því að við vissum að við myndum missa leikmenn og að sjálfsögðu fyrir baráttu um hverja stöðu, það er gríðarlega mikilvægt. Þú vilt að leikmenn vaxi og liðið verði betra."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner