Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   þri 22. júní 2021 23:30
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jakob Leó: Sigur, það er alltaf markmiðið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
HK mætti Gróttu á Vivaldivellinum í dag en þar fóru HK með 1-2 sigur af hólmi. Danielle Marcano skoraði bæði mörk HK á meðan María Lovísa Jónasdóttir skoraði mark Gróttu í leiknum. Jakob Leó Bjarnason var léttur eftir sigurinn í kvöld.

„Sigur, það er alltaf markmiðið og ég er gríðarlega stoltur af liðinu og sáttur."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 HK

Eftir annað mark HK færast þær aftar á völlinn eða eins og kemur fram í textalýsingu, „HK byrjaðar að færa sig aftar og spila meiri skyndisóknarbolta, hleypa Gróttu ofar og sækja svo hratt á þær þegar þær vinna hann." en er Jakob spurður hvort þetta hafi komið frá þjálfarateyminu.

„Það er bara eitthvað sem gerist í leiknum, við höfum ekki verið mikið að halda forystum og við töluðum um það í hálfleik að koma framar á völlinn og ekki vera svona aftarlega. Ekki það að mér fannst þær ekki vera að finna neinar leiðir en þá kemur 2-1 markið úr horspyrnu en það er alltaf hætta þegar við erum komin svona aftarlega."

Félagsskiptagluggin opnar í næstu viku en mörg lið eru að skoða sig um og leita að nýjum leikmönnum. Jakob hefur verið að skoða sig um.

„Við erum að líta í kringum okkur en við erum með 5 leikmenn sem fara erlendis í háskólaboltann. Þannig við munum klárlega skoða hvaða möguleika við höfum en hópurinn er stór og við gerðum hann stóran af ásettu ráði af því að við vissum að við myndum missa leikmenn og að sjálfsögðu fyrir baráttu um hverja stöðu, það er gríðarlega mikilvægt. Þú vilt að leikmenn vaxi og liðið verði betra."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner