Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   þri 22. júní 2021 23:30
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jakob Leó: Sigur, það er alltaf markmiðið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
HK mætti Gróttu á Vivaldivellinum í dag en þar fóru HK með 1-2 sigur af hólmi. Danielle Marcano skoraði bæði mörk HK á meðan María Lovísa Jónasdóttir skoraði mark Gróttu í leiknum. Jakob Leó Bjarnason var léttur eftir sigurinn í kvöld.

„Sigur, það er alltaf markmiðið og ég er gríðarlega stoltur af liðinu og sáttur."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 HK

Eftir annað mark HK færast þær aftar á völlinn eða eins og kemur fram í textalýsingu, „HK byrjaðar að færa sig aftar og spila meiri skyndisóknarbolta, hleypa Gróttu ofar og sækja svo hratt á þær þegar þær vinna hann." en er Jakob spurður hvort þetta hafi komið frá þjálfarateyminu.

„Það er bara eitthvað sem gerist í leiknum, við höfum ekki verið mikið að halda forystum og við töluðum um það í hálfleik að koma framar á völlinn og ekki vera svona aftarlega. Ekki það að mér fannst þær ekki vera að finna neinar leiðir en þá kemur 2-1 markið úr horspyrnu en það er alltaf hætta þegar við erum komin svona aftarlega."

Félagsskiptagluggin opnar í næstu viku en mörg lið eru að skoða sig um og leita að nýjum leikmönnum. Jakob hefur verið að skoða sig um.

„Við erum að líta í kringum okkur en við erum með 5 leikmenn sem fara erlendis í háskólaboltann. Þannig við munum klárlega skoða hvaða möguleika við höfum en hópurinn er stór og við gerðum hann stóran af ásettu ráði af því að við vissum að við myndum missa leikmenn og að sjálfsögðu fyrir baráttu um hverja stöðu, það er gríðarlega mikilvægt. Þú vilt að leikmenn vaxi og liðið verði betra."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner