Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 22. júní 2021 23:30
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jakob Leó: Sigur, það er alltaf markmiðið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
HK mætti Gróttu á Vivaldivellinum í dag en þar fóru HK með 1-2 sigur af hólmi. Danielle Marcano skoraði bæði mörk HK á meðan María Lovísa Jónasdóttir skoraði mark Gróttu í leiknum. Jakob Leó Bjarnason var léttur eftir sigurinn í kvöld.

„Sigur, það er alltaf markmiðið og ég er gríðarlega stoltur af liðinu og sáttur."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 HK

Eftir annað mark HK færast þær aftar á völlinn eða eins og kemur fram í textalýsingu, „HK byrjaðar að færa sig aftar og spila meiri skyndisóknarbolta, hleypa Gróttu ofar og sækja svo hratt á þær þegar þær vinna hann." en er Jakob spurður hvort þetta hafi komið frá þjálfarateyminu.

„Það er bara eitthvað sem gerist í leiknum, við höfum ekki verið mikið að halda forystum og við töluðum um það í hálfleik að koma framar á völlinn og ekki vera svona aftarlega. Ekki það að mér fannst þær ekki vera að finna neinar leiðir en þá kemur 2-1 markið úr horspyrnu en það er alltaf hætta þegar við erum komin svona aftarlega."

Félagsskiptagluggin opnar í næstu viku en mörg lið eru að skoða sig um og leita að nýjum leikmönnum. Jakob hefur verið að skoða sig um.

„Við erum að líta í kringum okkur en við erum með 5 leikmenn sem fara erlendis í háskólaboltann. Þannig við munum klárlega skoða hvaða möguleika við höfum en hópurinn er stór og við gerðum hann stóran af ásettu ráði af því að við vissum að við myndum missa leikmenn og að sjálfsögðu fyrir baráttu um hverja stöðu, það er gríðarlega mikilvægt. Þú vilt að leikmenn vaxi og liðið verði betra."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir