Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 22. júní 2021 23:30
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jakob Leó: Sigur, það er alltaf markmiðið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
HK mætti Gróttu á Vivaldivellinum í dag en þar fóru HK með 1-2 sigur af hólmi. Danielle Marcano skoraði bæði mörk HK á meðan María Lovísa Jónasdóttir skoraði mark Gróttu í leiknum. Jakob Leó Bjarnason var léttur eftir sigurinn í kvöld.

„Sigur, það er alltaf markmiðið og ég er gríðarlega stoltur af liðinu og sáttur."

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 HK

Eftir annað mark HK færast þær aftar á völlinn eða eins og kemur fram í textalýsingu, „HK byrjaðar að færa sig aftar og spila meiri skyndisóknarbolta, hleypa Gróttu ofar og sækja svo hratt á þær þegar þær vinna hann." en er Jakob spurður hvort þetta hafi komið frá þjálfarateyminu.

„Það er bara eitthvað sem gerist í leiknum, við höfum ekki verið mikið að halda forystum og við töluðum um það í hálfleik að koma framar á völlinn og ekki vera svona aftarlega. Ekki það að mér fannst þær ekki vera að finna neinar leiðir en þá kemur 2-1 markið úr horspyrnu en það er alltaf hætta þegar við erum komin svona aftarlega."

Félagsskiptagluggin opnar í næstu viku en mörg lið eru að skoða sig um og leita að nýjum leikmönnum. Jakob hefur verið að skoða sig um.

„Við erum að líta í kringum okkur en við erum með 5 leikmenn sem fara erlendis í háskólaboltann. Þannig við munum klárlega skoða hvaða möguleika við höfum en hópurinn er stór og við gerðum hann stóran af ásettu ráði af því að við vissum að við myndum missa leikmenn og að sjálfsögðu fyrir baráttu um hverja stöðu, það er gríðarlega mikilvægt. Þú vilt að leikmenn vaxi og liðið verði betra."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner