sun 23. janúar 2022 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Stórleikurinn vonbrigði - Frábær fyrri hálfleikur Roma
Zlatan og félögum tókst ekki að komast nær Inter.
Zlatan og félögum tókst ekki að komast nær Inter.
Mynd: EPA
Abraham gerði tvennu.
Abraham gerði tvennu.
Mynd: Getty Images
Stórleikur helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni endaði á því að vera mikil vonbrigði. AC Milan og Juventus áttust við.

Milan var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst aðeins að eiga eina tilraun á markið. Wojciech Szczęsny sá við Rafael Leão, og gerði það svo aftur í seinni hálfleik.

Heimamenn voru heilt yfir sterkari en leikurinn var ekki mikil skemmtun og niðurstaðan markalaust jafntefli.

Þetta eru ekki góð úrslit fyrir hvorugt lið; Milan er í þriðja sæti, fjórum stigum frá toppliði Inter. Juventus situr áfram í fimmta sæti deildarinnar.

Lærisveinar Jose Mourinho í Roma unnu flottan útisigur gegn Empoli. Tammy Abraham skoraði tvennu í fyrri hálfleik og var staðan 0-4 þegar liðin gengu til búningsklefa. Empoli minnkaði muninn niður í 2-4 í seinni hálfleik en komst ekki lengra en það. Roma er í sjötta sæti og Empoli er í tólfta sæti.

Spezia vann mjög góðan sigur á Sampdoria og Napoli vann auðveldan sigur á botnliði Salernitana. Þá voru tvö jafntefli í Serie A í dag, en öll úrslitin frá því í dag má sjá hér fyrir neðan.

Cagliari 1 - 1 Fiorentina
0-0 Cristiano Biraghi ('8 , Misnotað víti)
1-0 Joao Pedro ('47 )
1-0 Joao Pedro ('68 , Misnotað víti)
1-1 Riccardo Sottil ('75 )
Rautt spjald: Alvaro Odriozola, Fiorentina ('64)

Empoli 2 - 4 Roma
0-1 Tammy Abraham ('24 )
0-2 Tammy Abraham ('33 )
0-3 Sergio Oliveira ('35 )
0-4 Nicolo Zaniolo ('37 )
1-4 Andrea Pinamonti ('55 )
2-4 Nedim Bajrami ('72 )

Milan 0 - 0 Juventus

Napoli 4 - 1 Salernitana
1-0 Juan Jesus ('17 )
1-1 Federico Bonazzoli ('33 )
2-1 Dries Mertens ('45 , víti)
3-1 Amir Rrahmani ('47 )
4-1 Lorenzo Insigne ('53 , víti)
Rautt spjald: Frederic Veseli, Salernitana ('51)

Spezia 1 - 0 Sampdoria
1-0 Daniele Verde ('69 )
Rautt spjald: Albin Ekdal, Sampdoria ('73)

Torino 1 - 1 Sassuolo
1-0 Antonio Sanabria ('16 )
1-1 Giacomo Raspadori ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner