Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. mars 2020 11:16
Elvar Geir Magnússon
Hannes leikur sér í snjónum - Hvetur fólk til að fara út að hreyfa sig
Mynd: KSÍ
KSÍ er með verkefni sem kallast "Áfram Ísland!" og gengur út á að hvetja þjóðina og iðkendur til dáða, til að halda áfram að æfa daglega (með eða án bolta), þrátt fyrir þær takmarkanir sem eru tilkomnar vegna samkomubanns í tengslum við heimsfaraldur COVID-19.

Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður hefur birt myndband þar sem hann leikur sér á sleða úti í snjónum.

Hann hvetur fólk til að fara út að hreyfa sig á meðan samkomubannið stendur yfir.

Hannes er markvörður Vals. Ekki er vitað hvenær Pepsi Max-deildin getur hafist en nú er miðað við miðjan maí.


Athugasemdir
banner
banner
banner