Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 23. mars 2025 20:56
Anton Freyr Jónsson
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Icelandair
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjum leikinn auðvitað vel, fengum mark og tilfinningin var góð síðan einhverneigin lendum við á eftir í duelunum og það er undir okkur leikmannana að vera 100% klárir í því og þetta eru svona basic hlutir sem við þurfum bara einfaldlega að gera betur allir sem einn. og þeir voru bara einfaldlega betri en við í dag" sagði fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C deild Þjóðardeildar UEFA. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

„Mér fannst við koma af krafti inn í leikinn, byrjuðum mjög vel, sóttum hart og það var svosem það sem við ætluðum að gera í byrjun."

Orri Steinn vildi ekki fara mikið út í það sem var farið yfir í hálfleik annað en liðið þurfti að berjast meira.

„Ég ætla að halda því bara innanborðs. Það var í rauninni bara einfallt við þurftum bara að berjast meira og það er ekkert mikið flóknara en það og ég ætla ekkert að fara út í detaila, við höldum því bara á milli okkar leikmannana og teymisins og það var bara við þurtum að gera meira."

„Við viljum vera góðir í sóknarleik og varnarleik og það var einhverneigin ekki að fúnkera í dag en við þurfum að reyna vera jákvæðir og horfa á björtu punktanna. Það þýðir ekkert að dvelja á þessu of lengi við erum að fara í tvo mikilvæga æfingaleiki í sumar og svo bara undankeppni HM næst."

„Við þurfum að taka reynsluna með okkur úr þessum glugga, fyrstu leikirnir með Arnari (Gunnlaugssyni), nýjar áherslur og vera klárir í sumar til að taka enn meira inn og bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppnina."

„Það eru fullt af hlutum sem hægt er að læra af og líka fullt af fínum hlutum. Það eru fullt af litlum hlutum sem fólk tekur kannski ekki eftir inn á vellinum sem við erum að gera vel og mönnum líður vel með og það sem við viljum gera en síðan auðvitað fullt af hlutum sem við þurfum að læra af og munum læra af þannig við séum eins sharp og hægt er að vera þegar kemur að undankeppninni."


Athugasemdir
banner