Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 23. mars 2025 20:56
Anton Freyr Jónsson
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Icelandair
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjum leikinn auðvitað vel, fengum mark og tilfinningin var góð síðan einhverneigin lendum við á eftir í duelunum og það er undir okkur leikmannana að vera 100% klárir í því og þetta eru svona basic hlutir sem við þurfum bara einfaldlega að gera betur allir sem einn. og þeir voru bara einfaldlega betri en við í dag" sagði fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C deild Þjóðardeildar UEFA. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

„Mér fannst við koma af krafti inn í leikinn, byrjuðum mjög vel, sóttum hart og það var svosem það sem við ætluðum að gera í byrjun."

Orri Steinn vildi ekki fara mikið út í það sem var farið yfir í hálfleik annað en liðið þurfti að berjast meira.

„Ég ætla að halda því bara innanborðs. Það var í rauninni bara einfallt við þurftum bara að berjast meira og það er ekkert mikið flóknara en það og ég ætla ekkert að fara út í detaila, við höldum því bara á milli okkar leikmannana og teymisins og það var bara við þurtum að gera meira."

„Við viljum vera góðir í sóknarleik og varnarleik og það var einhverneigin ekki að fúnkera í dag en við þurfum að reyna vera jákvæðir og horfa á björtu punktanna. Það þýðir ekkert að dvelja á þessu of lengi við erum að fara í tvo mikilvæga æfingaleiki í sumar og svo bara undankeppni HM næst."

„Við þurfum að taka reynsluna með okkur úr þessum glugga, fyrstu leikirnir með Arnari (Gunnlaugssyni), nýjar áherslur og vera klárir í sumar til að taka enn meira inn og bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppnina."

„Það eru fullt af hlutum sem hægt er að læra af og líka fullt af fínum hlutum. Það eru fullt af litlum hlutum sem fólk tekur kannski ekki eftir inn á vellinum sem við erum að gera vel og mönnum líður vel með og það sem við viljum gera en síðan auðvitað fullt af hlutum sem við þurfum að læra af og munum læra af þannig við séum eins sharp og hægt er að vera þegar kemur að undankeppninni."


Athugasemdir