Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
banner
   þri 23. júlí 2019 22:40
Mist Rúnarsdóttir
Kalli: Ánægður með tækifærið til að sjá aðrar en þessar ellefu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta upp og ofan. Það er margt sem ég var sáttur við og annað sem ég var ósáttur við. Ég hefði viljað halda lengur í 0-0 og gefa þessu betri leik,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 tap gegn Val. Jóhannes Karl sem oftast er kallaður Kalli tók við liði KR fyrir viku.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

„Við vissum alveg að Valur er ekki draumamótherji þegar þú ert að spila þriðja leikinn á einni viku. Þú þarft að hlaupa svolítið. Þær eru góðar með boltann. Færa hann hratt og færa hann mikið.“

KR-liðið var fyrir leik búið að vinna þrjá leiki í röð og á sínu besta skriði þetta sumarið. Kalla fannst góð stemmning í hópnum fyrir leik.

„Mómentið var með okkur fyrir leik. Það er góður andi í hópnum. Búnar að vinna þrjá í röð. Mikil gleði og tilhlökkun. Eins og við sjáum það höfðum við engu að tapa. Valur í toppsætinu og þarf að vinna alla leiki.“

Það voru þrjár breytingar á byrjunarliði KR frá síðasta leik. Ásdís Karen Halldórsdóttir er á láni frá Val og mátti því ekki spila. Katrín Ómarsdóttir hefur verið tæp í hásin og Lilja Dögg Valþórsdóttir var hvíld eftir leikjatörnina að undanförnu.

„Við getum ekki tekið sénsinn á að missa leikmenn í löng meiðsli með því að vera að spila þeim hér. Gumma kemur út í hálfleik. Það er tækling og högg og við vonum að það verði fljótt að jafna sig en ég var líka ánægður að fá tækifæri til að sjá eitthvað annað en þessar ellefu sem ég hef séð spila,“ sagði Kalli meðal annars. Hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner