Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 23. júlí 2019 22:40
Mist Rúnarsdóttir
Kalli: Ánægður með tækifærið til að sjá aðrar en þessar ellefu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta upp og ofan. Það er margt sem ég var sáttur við og annað sem ég var ósáttur við. Ég hefði viljað halda lengur í 0-0 og gefa þessu betri leik,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 tap gegn Val. Jóhannes Karl sem oftast er kallaður Kalli tók við liði KR fyrir viku.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

„Við vissum alveg að Valur er ekki draumamótherji þegar þú ert að spila þriðja leikinn á einni viku. Þú þarft að hlaupa svolítið. Þær eru góðar með boltann. Færa hann hratt og færa hann mikið.“

KR-liðið var fyrir leik búið að vinna þrjá leiki í röð og á sínu besta skriði þetta sumarið. Kalla fannst góð stemmning í hópnum fyrir leik.

„Mómentið var með okkur fyrir leik. Það er góður andi í hópnum. Búnar að vinna þrjá í röð. Mikil gleði og tilhlökkun. Eins og við sjáum það höfðum við engu að tapa. Valur í toppsætinu og þarf að vinna alla leiki.“

Það voru þrjár breytingar á byrjunarliði KR frá síðasta leik. Ásdís Karen Halldórsdóttir er á láni frá Val og mátti því ekki spila. Katrín Ómarsdóttir hefur verið tæp í hásin og Lilja Dögg Valþórsdóttir var hvíld eftir leikjatörnina að undanförnu.

„Við getum ekki tekið sénsinn á að missa leikmenn í löng meiðsli með því að vera að spila þeim hér. Gumma kemur út í hálfleik. Það er tækling og högg og við vonum að það verði fljótt að jafna sig en ég var líka ánægður að fá tækifæri til að sjá eitthvað annað en þessar ellefu sem ég hef séð spila,“ sagði Kalli meðal annars. Hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner