Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 23. júlí 2019 22:40
Mist Rúnarsdóttir
Kalli: Ánægður með tækifærið til að sjá aðrar en þessar ellefu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta upp og ofan. Það er margt sem ég var sáttur við og annað sem ég var ósáttur við. Ég hefði viljað halda lengur í 0-0 og gefa þessu betri leik,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 tap gegn Val. Jóhannes Karl sem oftast er kallaður Kalli tók við liði KR fyrir viku.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

„Við vissum alveg að Valur er ekki draumamótherji þegar þú ert að spila þriðja leikinn á einni viku. Þú þarft að hlaupa svolítið. Þær eru góðar með boltann. Færa hann hratt og færa hann mikið.“

KR-liðið var fyrir leik búið að vinna þrjá leiki í röð og á sínu besta skriði þetta sumarið. Kalla fannst góð stemmning í hópnum fyrir leik.

„Mómentið var með okkur fyrir leik. Það er góður andi í hópnum. Búnar að vinna þrjá í röð. Mikil gleði og tilhlökkun. Eins og við sjáum það höfðum við engu að tapa. Valur í toppsætinu og þarf að vinna alla leiki.“

Það voru þrjár breytingar á byrjunarliði KR frá síðasta leik. Ásdís Karen Halldórsdóttir er á láni frá Val og mátti því ekki spila. Katrín Ómarsdóttir hefur verið tæp í hásin og Lilja Dögg Valþórsdóttir var hvíld eftir leikjatörnina að undanförnu.

„Við getum ekki tekið sénsinn á að missa leikmenn í löng meiðsli með því að vera að spila þeim hér. Gumma kemur út í hálfleik. Það er tækling og högg og við vonum að það verði fljótt að jafna sig en ég var líka ánægður að fá tækifæri til að sjá eitthvað annað en þessar ellefu sem ég hef séð spila,“ sagði Kalli meðal annars. Hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner