Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og Írksir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
   þri 23. júlí 2019 22:40
Mist Rúnarsdóttir
Kalli: Ánægður með tækifærið til að sjá aðrar en þessar ellefu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta upp og ofan. Það er margt sem ég var sáttur við og annað sem ég var ósáttur við. Ég hefði viljað halda lengur í 0-0 og gefa þessu betri leik,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 tap gegn Val. Jóhannes Karl sem oftast er kallaður Kalli tók við liði KR fyrir viku.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

„Við vissum alveg að Valur er ekki draumamótherji þegar þú ert að spila þriðja leikinn á einni viku. Þú þarft að hlaupa svolítið. Þær eru góðar með boltann. Færa hann hratt og færa hann mikið.“

KR-liðið var fyrir leik búið að vinna þrjá leiki í röð og á sínu besta skriði þetta sumarið. Kalla fannst góð stemmning í hópnum fyrir leik.

„Mómentið var með okkur fyrir leik. Það er góður andi í hópnum. Búnar að vinna þrjá í röð. Mikil gleði og tilhlökkun. Eins og við sjáum það höfðum við engu að tapa. Valur í toppsætinu og þarf að vinna alla leiki.“

Það voru þrjár breytingar á byrjunarliði KR frá síðasta leik. Ásdís Karen Halldórsdóttir er á láni frá Val og mátti því ekki spila. Katrín Ómarsdóttir hefur verið tæp í hásin og Lilja Dögg Valþórsdóttir var hvíld eftir leikjatörnina að undanförnu.

„Við getum ekki tekið sénsinn á að missa leikmenn í löng meiðsli með því að vera að spila þeim hér. Gumma kemur út í hálfleik. Það er tækling og högg og við vonum að það verði fljótt að jafna sig en ég var líka ánægður að fá tækifæri til að sjá eitthvað annað en þessar ellefu sem ég hef séð spila,“ sagði Kalli meðal annars. Hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner