Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   þri 23. júlí 2019 22:40
Mist Rúnarsdóttir
Kalli: Ánægður með tækifærið til að sjá aðrar en þessar ellefu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta upp og ofan. Það er margt sem ég var sáttur við og annað sem ég var ósáttur við. Ég hefði viljað halda lengur í 0-0 og gefa þessu betri leik,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 tap gegn Val. Jóhannes Karl sem oftast er kallaður Kalli tók við liði KR fyrir viku.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 KR

„Við vissum alveg að Valur er ekki draumamótherji þegar þú ert að spila þriðja leikinn á einni viku. Þú þarft að hlaupa svolítið. Þær eru góðar með boltann. Færa hann hratt og færa hann mikið.“

KR-liðið var fyrir leik búið að vinna þrjá leiki í röð og á sínu besta skriði þetta sumarið. Kalla fannst góð stemmning í hópnum fyrir leik.

„Mómentið var með okkur fyrir leik. Það er góður andi í hópnum. Búnar að vinna þrjá í röð. Mikil gleði og tilhlökkun. Eins og við sjáum það höfðum við engu að tapa. Valur í toppsætinu og þarf að vinna alla leiki.“

Það voru þrjár breytingar á byrjunarliði KR frá síðasta leik. Ásdís Karen Halldórsdóttir er á láni frá Val og mátti því ekki spila. Katrín Ómarsdóttir hefur verið tæp í hásin og Lilja Dögg Valþórsdóttir var hvíld eftir leikjatörnina að undanförnu.

„Við getum ekki tekið sénsinn á að missa leikmenn í löng meiðsli með því að vera að spila þeim hér. Gumma kemur út í hálfleik. Það er tækling og högg og við vonum að það verði fljótt að jafna sig en ég var líka ánægður að fá tækifæri til að sjá eitthvað annað en þessar ellefu sem ég hef séð spila,“ sagði Kalli meðal annars. Hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner