Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 23. ágúst 2019 22:22
Mist Rúnarsdóttir
Lauren Wade: Hefði tekið þessu fyrir tímabilið
Kvenaboltinn
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Mynd: Raggi Óla
„Tilfinningin er frábær. Við settum okkur markmið. Fyrsta markmið er að vinna okkur upp um deild og það næsta er að vinna deildina. Í kvöld ætlum við samt bara að njóta þess að hafa tryggt okkur sæti í efstu deild.“ sagði Lauren Wade framherji Þróttar þegar ljóst var að Þróttur hefði tryggt sér sæti í Pepsi-Max deildinni næsta sumar.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Þróttarar áttu erfitt uppdráttar gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sýndu mátt sinn og megin í kvöld og kláruðu síðari hálfleik sannfærandi. Komu Þróttarar stressaðar til leiks?

„Það er gott að finna aðeins fyrir taugunum. Þær spiluðu vel á móti okkur í fyrri hálfleik og voru þéttar. Við vorum hinsvegar stórkostlegar í seinni hálfleiknum. Spiluðum okkar bolta vel og hratt,“ sagði Lauren sem hefur verið frábær í sumar. Hún er þriðja markahæst með 14 mörk og hefur auk þess lagt upp helling fyrir liðsfélagana.

„Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu fyrir tímabilið þá hefði ég tekið því,“ sagði Lauren um eigin frammistöðu og bætti við:

„Ég hef notið þess að spila hérna. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og taka vel á móti mér.“

Framherjinn öflugi er enn ekki farin að hugsa um næstu skref á ferlinum en er opin fyrir því að leika áfram með Þrótti.

„Ég er ekkert farin að velta því fyrir mér. Nú erum við bara að einbeita okkur að þessu fótboltasumri. Það er samt klárlega eitthvað til að hugsa um.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Lauren í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner