Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 23. ágúst 2019 22:22
Mist Rúnarsdóttir
Lauren Wade: Hefði tekið þessu fyrir tímabilið
Kvenaboltinn
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Mynd: Raggi Óla
„Tilfinningin er frábær. Við settum okkur markmið. Fyrsta markmið er að vinna okkur upp um deild og það næsta er að vinna deildina. Í kvöld ætlum við samt bara að njóta þess að hafa tryggt okkur sæti í efstu deild.“ sagði Lauren Wade framherji Þróttar þegar ljóst var að Þróttur hefði tryggt sér sæti í Pepsi-Max deildinni næsta sumar.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Þróttarar áttu erfitt uppdráttar gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sýndu mátt sinn og megin í kvöld og kláruðu síðari hálfleik sannfærandi. Komu Þróttarar stressaðar til leiks?

„Það er gott að finna aðeins fyrir taugunum. Þær spiluðu vel á móti okkur í fyrri hálfleik og voru þéttar. Við vorum hinsvegar stórkostlegar í seinni hálfleiknum. Spiluðum okkar bolta vel og hratt,“ sagði Lauren sem hefur verið frábær í sumar. Hún er þriðja markahæst með 14 mörk og hefur auk þess lagt upp helling fyrir liðsfélagana.

„Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu fyrir tímabilið þá hefði ég tekið því,“ sagði Lauren um eigin frammistöðu og bætti við:

„Ég hef notið þess að spila hérna. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og taka vel á móti mér.“

Framherjinn öflugi er enn ekki farin að hugsa um næstu skref á ferlinum en er opin fyrir því að leika áfram með Þrótti.

„Ég er ekkert farin að velta því fyrir mér. Nú erum við bara að einbeita okkur að þessu fótboltasumri. Það er samt klárlega eitthvað til að hugsa um.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Lauren í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner