Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fös 23. ágúst 2019 22:22
Mist Rúnarsdóttir
Lauren Wade: Hefði tekið þessu fyrir tímabilið
Kvenaboltinn
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Lauren er búin að eiga magnað tímabil í framlínu Þróttar
Mynd: Raggi Óla
„Tilfinningin er frábær. Við settum okkur markmið. Fyrsta markmið er að vinna okkur upp um deild og það næsta er að vinna deildina. Í kvöld ætlum við samt bara að njóta þess að hafa tryggt okkur sæti í efstu deild.“ sagði Lauren Wade framherji Þróttar þegar ljóst var að Þróttur hefði tryggt sér sæti í Pepsi-Max deildinni næsta sumar.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Þróttarar áttu erfitt uppdráttar gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sýndu mátt sinn og megin í kvöld og kláruðu síðari hálfleik sannfærandi. Komu Þróttarar stressaðar til leiks?

„Það er gott að finna aðeins fyrir taugunum. Þær spiluðu vel á móti okkur í fyrri hálfleik og voru þéttar. Við vorum hinsvegar stórkostlegar í seinni hálfleiknum. Spiluðum okkar bolta vel og hratt,“ sagði Lauren sem hefur verið frábær í sumar. Hún er þriðja markahæst með 14 mörk og hefur auk þess lagt upp helling fyrir liðsfélagana.

„Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu fyrir tímabilið þá hefði ég tekið því,“ sagði Lauren um eigin frammistöðu og bætti við:

„Ég hef notið þess að spila hérna. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og taka vel á móti mér.“

Framherjinn öflugi er enn ekki farin að hugsa um næstu skref á ferlinum en er opin fyrir því að leika áfram með Þrótti.

„Ég er ekkert farin að velta því fyrir mér. Nú erum við bara að einbeita okkur að þessu fótboltasumri. Það er samt klárlega eitthvað til að hugsa um.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Lauren í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner