Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 23. september 2023 17:27
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna - „Gefum mörk eins og oft áður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna hér í dag," sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í fallbaráttuslag í Vestmannaeyjum í dag.

„Við erum að gefa mörk eins og oft áður, mörk sem koma upp úr engu vegna okkar eigin mistaka. Ógeðslega pirrandi."

Ólafur Íshólm markvörður fór í skógarhlaup í öðru marki ÍBV. Var Raggi svekktur út í markvörðinn sinn?

„Ef hann hefði kýlt boltann í burtu hefði maður verið ánægður. Svo klikkar það, þá finnst manni að hann hefði átt að vera á línunni. Mögulega var þetta aukaspyrna en þar sem ég sat var ómögulegt að sjá."

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Við sýnum karakter með því að koma til baka en síðustu mínúturnar erum við að leyfa þeim að dansa fyrir utan teiginn hjá okkur. Ég er alls ekki ánægður með þetta."

Raggi gerði þrefalda skiptingu þegar Fram var 1-0 yfir á 76. mínútu en tíu mínútum síðar hafði ÍBV komist yfir.

„Það er alltaf óþægilegt að gera svona margar breytingar, við ætluðum ekki að gera það. Svo meiðist Gummi og Tiago biður um skiptingu."

Meiðslalisti Fram er nokkuð langar. Hlynur Atli Magnússon, Brynjar Gauti Guðjónsson og Orri Sigurjónsson eru á listanum. Eru þeir frá út tímabilið?

„Það lítur ekki út fyrir að þeir séu allavega ekki klárir í næsta leik. Það er útlit fyrir það að Þengill (Orrason) sé kominn til að vera í allavega nokkra leiki í viðbót," segir Ragnar.

Þengill, sem er fæddur 2005, skoraði jöfnunarmark Fram í dag en hann fékk einnig lof fyrir frammistöðu sína í jafntefli gegn HK á dögunum.

„Ég er fáránlega ánægður með hann. Engillinn hefur varla stigið feilspor í þessum tveimur leikjum."

Er það eina sem skiptir máli að halda liðinu uppi?

„Að sjálfsögðu, það er það eina sem skiptir máli núna," segir Ragnar Sigurðsson.
Athugasemdir
banner