Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   lau 23. september 2023 17:46
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld
Sveinn Þór Steingrímsson
Sveinn Þór Steingrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var að vonum kátur þjálfari Víðismanna Sveinn Þór Steingrímsson sem mætti í viðtal við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur Víðis á liði KFK í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins í dag. Næst á dagskrá hjá Víðismönnum er því úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn liði KFG og lá beint við að spyrja Svein. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: Víðir 2 -  1 KFK

„Hún er virkilega góð og bara heiður að fá að vera í fyrsta úrslitaleik þessa bikars. Vonandi er þessi keppni komin til að vera en nú bara mikil gleði og framlengir tímabilið sem er bara æðislegt. “

Víðismenn lentu undir í fyrri hálfleik og áttu í talsverðu basli með að komast í takt við leikinn framan af. Allt annað var þó upp á teningnum í síðari hálfleik og heilt yfir má alveg færa rök fyrir því að liðið hafi átt sigurinn skilið.

„Við breyttum aðeins um leikkerfi fyrir leik sem eru mín mistök. En við skiptum þegar við fengum á okkur markið þar sem við náðum ekki takti. Þetta er alveg eitthvað sem við höfum spilað áður svo sem en er ekki okkar hefðbundna kerfi. Ég gerði bara mistök þar og menn fundu það líka á vellinum og létu okkur bara vita að þetta var ekki alveg að virka. En svo þegar við vorum komnir í okkar leikkerfi þá fór þetta að tikka.“

Framundan hjá Víðismönnum er eins og áður segir úrslitaleikur á Laugardalsvellinum undir flóðljósum næstkomandi föstudag. Vonar Sveinn ekki að Garðurinn hreinlega tæmist og sá síðasti út slökkvi ljósin?

„Ég ætla að vona það að Víðisfjölskyldan fjölmenni á Laugardalsvöll og öskri okkur áfram. Það var vel mætt í dag og ég er virkilega ánægður með fólkið og þakklæti til þeirra. En já ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld og allir mæti.“
Athugasemdir
banner