Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 23. september 2023 17:46
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld
Sveinn Þór Steingrímsson
Sveinn Þór Steingrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var að vonum kátur þjálfari Víðismanna Sveinn Þór Steingrímsson sem mætti í viðtal við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur Víðis á liði KFK í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins í dag. Næst á dagskrá hjá Víðismönnum er því úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn liði KFG og lá beint við að spyrja Svein. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: Víðir 2 -  1 KFK

„Hún er virkilega góð og bara heiður að fá að vera í fyrsta úrslitaleik þessa bikars. Vonandi er þessi keppni komin til að vera en nú bara mikil gleði og framlengir tímabilið sem er bara æðislegt. “

Víðismenn lentu undir í fyrri hálfleik og áttu í talsverðu basli með að komast í takt við leikinn framan af. Allt annað var þó upp á teningnum í síðari hálfleik og heilt yfir má alveg færa rök fyrir því að liðið hafi átt sigurinn skilið.

„Við breyttum aðeins um leikkerfi fyrir leik sem eru mín mistök. En við skiptum þegar við fengum á okkur markið þar sem við náðum ekki takti. Þetta er alveg eitthvað sem við höfum spilað áður svo sem en er ekki okkar hefðbundna kerfi. Ég gerði bara mistök þar og menn fundu það líka á vellinum og létu okkur bara vita að þetta var ekki alveg að virka. En svo þegar við vorum komnir í okkar leikkerfi þá fór þetta að tikka.“

Framundan hjá Víðismönnum er eins og áður segir úrslitaleikur á Laugardalsvellinum undir flóðljósum næstkomandi föstudag. Vonar Sveinn ekki að Garðurinn hreinlega tæmist og sá síðasti út slökkvi ljósin?

„Ég ætla að vona það að Víðisfjölskyldan fjölmenni á Laugardalsvöll og öskri okkur áfram. Það var vel mætt í dag og ég er virkilega ánægður með fólkið og þakklæti til þeirra. En já ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld og allir mæti.“
Athugasemdir
banner
banner