Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 23. september 2023 17:46
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld
Sveinn Þór Steingrímsson
Sveinn Þór Steingrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var að vonum kátur þjálfari Víðismanna Sveinn Þór Steingrímsson sem mætti í viðtal við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur Víðis á liði KFK í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins í dag. Næst á dagskrá hjá Víðismönnum er því úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn liði KFG og lá beint við að spyrja Svein. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: Víðir 2 -  1 KFK

„Hún er virkilega góð og bara heiður að fá að vera í fyrsta úrslitaleik þessa bikars. Vonandi er þessi keppni komin til að vera en nú bara mikil gleði og framlengir tímabilið sem er bara æðislegt. “

Víðismenn lentu undir í fyrri hálfleik og áttu í talsverðu basli með að komast í takt við leikinn framan af. Allt annað var þó upp á teningnum í síðari hálfleik og heilt yfir má alveg færa rök fyrir því að liðið hafi átt sigurinn skilið.

„Við breyttum aðeins um leikkerfi fyrir leik sem eru mín mistök. En við skiptum þegar við fengum á okkur markið þar sem við náðum ekki takti. Þetta er alveg eitthvað sem við höfum spilað áður svo sem en er ekki okkar hefðbundna kerfi. Ég gerði bara mistök þar og menn fundu það líka á vellinum og létu okkur bara vita að þetta var ekki alveg að virka. En svo þegar við vorum komnir í okkar leikkerfi þá fór þetta að tikka.“

Framundan hjá Víðismönnum er eins og áður segir úrslitaleikur á Laugardalsvellinum undir flóðljósum næstkomandi föstudag. Vonar Sveinn ekki að Garðurinn hreinlega tæmist og sá síðasti út slökkvi ljósin?

„Ég ætla að vona það að Víðisfjölskyldan fjölmenni á Laugardalsvöll og öskri okkur áfram. Það var vel mætt í dag og ég er virkilega ánægður með fólkið og þakklæti til þeirra. En já ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld og allir mæti.“
Athugasemdir
banner
banner
banner