29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 23. september 2023 17:46
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld
Sveinn Þór Steingrímsson
Sveinn Þór Steingrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var að vonum kátur þjálfari Víðismanna Sveinn Þór Steingrímsson sem mætti í viðtal við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur Víðis á liði KFK í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins í dag. Næst á dagskrá hjá Víðismönnum er því úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn liði KFG og lá beint við að spyrja Svein. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: Víðir 2 -  1 KFK

„Hún er virkilega góð og bara heiður að fá að vera í fyrsta úrslitaleik þessa bikars. Vonandi er þessi keppni komin til að vera en nú bara mikil gleði og framlengir tímabilið sem er bara æðislegt. “

Víðismenn lentu undir í fyrri hálfleik og áttu í talsverðu basli með að komast í takt við leikinn framan af. Allt annað var þó upp á teningnum í síðari hálfleik og heilt yfir má alveg færa rök fyrir því að liðið hafi átt sigurinn skilið.

„Við breyttum aðeins um leikkerfi fyrir leik sem eru mín mistök. En við skiptum þegar við fengum á okkur markið þar sem við náðum ekki takti. Þetta er alveg eitthvað sem við höfum spilað áður svo sem en er ekki okkar hefðbundna kerfi. Ég gerði bara mistök þar og menn fundu það líka á vellinum og létu okkur bara vita að þetta var ekki alveg að virka. En svo þegar við vorum komnir í okkar leikkerfi þá fór þetta að tikka.“

Framundan hjá Víðismönnum er eins og áður segir úrslitaleikur á Laugardalsvellinum undir flóðljósum næstkomandi föstudag. Vonar Sveinn ekki að Garðurinn hreinlega tæmist og sá síðasti út slökkvi ljósin?

„Ég ætla að vona það að Víðisfjölskyldan fjölmenni á Laugardalsvöll og öskri okkur áfram. Það var vel mætt í dag og ég er virkilega ánægður með fólkið og þakklæti til þeirra. En já ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld og allir mæti.“
Athugasemdir
banner