FH-ingar heimsóttu Fylkismenn á Wurth völlinn þegar lokaleikir 3.umferðar Bestu deildar karla fóru fram í kvöld.
Fylkismenn voru fyrir umferðina stigalausir og í leit af sínum fyrstu stigum á meðan FH voru ósigraðir með einn sigur og jafntefli undir beltinu fyrir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 2 FH
„Vonbrigði að tapa. Mér fannst við reyndar miklu betri aðilinn í leiknum en varnarleikurinn okkar hann varð þess valdandi að við áttum ekkert skilið úr þessum leik." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.
„Þetta voru mjög klaufaleg mörk og þetta voru mörk eða upphlaup sem að við vorum búnir að skoða vel. Við vorum alltof seinir í öllum færslum varnarlega og of mikið að horfa á boltann í staðin fyrir að vera mættir í svæðin og fengum á okkur tvö mörk í fyrri hálfleik."
„Við sýndum við mikin karakter í síðari hálfleik að koma tilbaka og jafna leikinn 2-2 en svo gefum við þeim tækifæri á að komst í hraðar sóknir sem þeir eru góðir í og fáum á okkur klaufalega hornspyrnu og það eru tveir menn sem þú þarft að dekka í hornspyrnum í Fylkisliðinu og tveir mjög öflugir í föstum leikatriðum og við vorum ekki að gera það vel."
FH hafa byrjað tímabilið þokkalega og hafa eins og áður segir fjögur stig eftir þrjár umferðir.
„Það var búið að vera fínt fyrir þennan leik, 4 stig eftir tvo leiki, tveir erfiðir andstæðingar og svo tap hérna og við verðum bara að sleikja sárin og reyna að halda áfram og reyna að laga það sem betur má fara að við þurfum nátturlega að spila betri varnarleik sem lið og við þurfum líka að vera betri upp við markið hjá andstæðingunum því við fengum mjög góð færi í kvöld.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |