Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   þri 24. maí 2022 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Gátu ekki verið mikið ódýrari mörk
Mynd: Palli Jóh / thorsport

Þór er fallið úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-0 tap gegn Dalvík/Reyni á útivelli í kvöld. Þorlákur Árnason þjálfari liðsins var að vonum svekktur í leikslok.


„Tilfinningin er ekki góð. Þetta var ekki leikur sem ég hélt að yrði léttur, ef einhverjir leikmenn hafi haldið það. Ég er búinn að sjá Dalvíkur liðið spila, þeir eru með hörku lið, við bjuggumst við erfiðum leik sem varð raunin,"

Þorlákur hefur ekki verið nægilega sáttur með baráttuna í liðinu á tímabilinu en það var margt annað að í leik liðsins í kvöld.

„Ekki bara það, spilið og flæðið sérstaklega í fyrri hálfleik var mjög slakt, boltinn gekk mjög hægt í gegnum liðið. Þetta skánaði í seinni hálfleik og við fengum 2-3 dauðafæri á fyrsta korterinu svo fjaraði það bara út aftur. Mörkin sem við fengum á okkur voru rosalega slysaleg, gátu ekki verið mikið ódýrari."

Hann hrósaði Dalvíkur liðinu fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Ég verð að gefa Dalvíkur liðinu 'credit' fyrir þenann leik, þeir voru glerharðir og skeinuhættir."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.


Athugasemdir