Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 24. júlí 2018 22:36
Sverrir Örn Einarsson
Ray: Vörnin hjá þeim svakalega góð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík þurfti að sætta sig við 0-2 tap á heimavelli gegn Breiðablik í Pepsideild kvenna í kvöld. Grindavíkurliðið spilaði þó á köflum ágætan leik í kvöld og hefðu með smá heppni getað jafnað seint í leiknum í stöðunni 0-1.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Já miðað við úrslitin á undan, við fengum heldur betur útreið fyrir norðan. Ég hefði nú viljað 1-1 og ég hugsa að við hefðum alveg átt skilið eitt sig en vörnin hjá þeim er náttúrulega alveg svakalega góð og við börðumst eins og ljón þarna undir restina og fáum mark á okkur þegar það eru nokkrar mínútur eftir.“
Sagði Ray Anthony aðspurður hvort leikur hans kvenna hafi ekki verið ágætur þrátt fyrir tap.

Grindavík er að missa nokkra leikmenn vegna skólagöngu á næstu dögum en gerir Ray ráð fyrir því að sækja nýja leikmenn til að fylla í þau skörð?

„Já ein kom núna fyrir stuttu og spilaði aðeins fyrir norðan (Madeline Keane innsk blaðamanns) og hún virkar mjög vel, svo kemur önnur núna fljótlega vonandi erlendur leikmaður og svo var eins að skipta yfir núna fyrir stuttu.“

Sagði Ray Anthony Jónsson þjálfari Grindavíkur en nánar er rætt við hann í spilararnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner