Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 24. júlí 2024 21:30
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Við verðum að skora
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að miðað við færin sem við sköpuðum okkur í leiknum þá áttum við skilið meira. Hvað framlag leikmanna varðar þá get ég ekki beðið um meira. Með stelpur fæddar 2009, 2006 og meira að spila þá get ég ekki beðið um meira en við verðum samt að klára svona færi.“ Sagði svekktur Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur undir söng dóttur sinnar er Fótbolti.net spjallaði við hann eftir 0-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Leikurinn var að fara eftir plani eins og við settum hann upp og hvað ég bað stelpurnar um að gera. Við í raun fengum það sem við vildum fyrir utan úrslitin. Við sköpuðum færin og vörðumst vel en við verðum að skora.“

Sigurmarkið í leiknum var af dýrari gerðinni er skot Huldu Ósk Jónsddóttur söng í samskeytunum. Það er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir svona mörk?

„Hún er frábær leikmaður og komst í skotfæri og fann hornið. Vera reyndi sitt besta en þetta var bara glæsileg afgreiðsla.“

Keflavík er á botni deildarinnar og verður að líkindum í fallriðli hennar er henni verður skipt upp eftir 18 umferðir. Hvað þarf liðið að gera til að fá úrslit með frammstöðu í komandi leikjum?

„Það er góður andi hjá stelpunum þrátt fyrir töp á útivelli gegn Val og hér heima gegn Þór/KA, þetta eru virkilega sterk lið. Frammistaða okkar hefur verið þannig að hún sýnir karakterinn og að hugurinn sé á réttum stað. Þetta er ungur hópur en þær hafa það sem til þarf, núna snýst þetta bara um að koma þessu yfir línuna.“
Athugasemdir
banner