Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   mið 24. júlí 2024 21:30
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Við verðum að skora
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að miðað við færin sem við sköpuðum okkur í leiknum þá áttum við skilið meira. Hvað framlag leikmanna varðar þá get ég ekki beðið um meira. Með stelpur fæddar 2009, 2006 og meira að spila þá get ég ekki beðið um meira en við verðum samt að klára svona færi.“ Sagði svekktur Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur undir söng dóttur sinnar er Fótbolti.net spjallaði við hann eftir 0-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Leikurinn var að fara eftir plani eins og við settum hann upp og hvað ég bað stelpurnar um að gera. Við í raun fengum það sem við vildum fyrir utan úrslitin. Við sköpuðum færin og vörðumst vel en við verðum að skora.“

Sigurmarkið í leiknum var af dýrari gerðinni er skot Huldu Ósk Jónsddóttur söng í samskeytunum. Það er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir svona mörk?

„Hún er frábær leikmaður og komst í skotfæri og fann hornið. Vera reyndi sitt besta en þetta var bara glæsileg afgreiðsla.“

Keflavík er á botni deildarinnar og verður að líkindum í fallriðli hennar er henni verður skipt upp eftir 18 umferðir. Hvað þarf liðið að gera til að fá úrslit með frammstöðu í komandi leikjum?

„Það er góður andi hjá stelpunum þrátt fyrir töp á útivelli gegn Val og hér heima gegn Þór/KA, þetta eru virkilega sterk lið. Frammistaða okkar hefur verið þannig að hún sýnir karakterinn og að hugurinn sé á réttum stað. Þetta er ungur hópur en þær hafa það sem til þarf, núna snýst þetta bara um að koma þessu yfir línuna.“
Athugasemdir