Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
banner
   sun 24. september 2023 19:33
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Ákveðið svekkelsi eftir að hafa misst þetta niður eftir að hafa komist yfir 2-1“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir 2-2 jafntefli í Vesturbænum í dag. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Við fáum mark bara beint í kjölfarið, það var svekkjandi. Líka kannski í ljósi þess að þetta var svolítið soft vítaspyrna en ég held úrslitin hafi verið sanngjörn. Við skiptumst á að sækja og menn fengu færi, þetta var opinn leikur en alltaf svekkjandi þegar þú kemst yfir og við gefum tiltölulega ódýrt mark og svo eins og ég segi ódýrt víti“ sagði hann svo.

Valsmenn hafa ekki mikið að spila upp á í þeim leikjum sem eru eftir í deildinni. Þeir eru svo gott sem öruggir með 2. sætið og geta ekki náð Víkingum en aðspurður hvernig honum finnist að hvetja sína menn í þessa síðustu leiki segir hann:

Auðvitað er það kannski orðið þannig að það eru allar líkur á að við endum í þessu öðru sæti, Víkingar orðnir meistarar en það er náttúrulega hörku keppni um þessi Evrópusæti og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum bara að motivatea okkur fyrir þá. Og eins og ég hef sagt bæði eftir síðasta leik og þennan að við erum að reyna að taka þetta sem nýtt mót og reyna að taka sem flest stig í því. Þetta eru fimm leikir og það er möguleiki á að fá 15 stig en nú er það úti. Við eigum alveg möguleika á að enda í 13 stigum og við ætlum að reyna að fara sem næst því.“

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner