Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 24. september 2023 19:33
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Ákveðið svekkelsi eftir að hafa misst þetta niður eftir að hafa komist yfir 2-1“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir 2-2 jafntefli í Vesturbænum í dag. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Við fáum mark bara beint í kjölfarið, það var svekkjandi. Líka kannski í ljósi þess að þetta var svolítið soft vítaspyrna en ég held úrslitin hafi verið sanngjörn. Við skiptumst á að sækja og menn fengu færi, þetta var opinn leikur en alltaf svekkjandi þegar þú kemst yfir og við gefum tiltölulega ódýrt mark og svo eins og ég segi ódýrt víti“ sagði hann svo.

Valsmenn hafa ekki mikið að spila upp á í þeim leikjum sem eru eftir í deildinni. Þeir eru svo gott sem öruggir með 2. sætið og geta ekki náð Víkingum en aðspurður hvernig honum finnist að hvetja sína menn í þessa síðustu leiki segir hann:

Auðvitað er það kannski orðið þannig að það eru allar líkur á að við endum í þessu öðru sæti, Víkingar orðnir meistarar en það er náttúrulega hörku keppni um þessi Evrópusæti og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum bara að motivatea okkur fyrir þá. Og eins og ég hef sagt bæði eftir síðasta leik og þennan að við erum að reyna að taka þetta sem nýtt mót og reyna að taka sem flest stig í því. Þetta eru fimm leikir og það er möguleiki á að fá 15 stig en nú er það úti. Við eigum alveg möguleika á að enda í 13 stigum og við ætlum að reyna að fara sem næst því.“

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner