Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   sun 24. september 2023 19:33
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Ákveðið svekkelsi eftir að hafa misst þetta niður eftir að hafa komist yfir 2-1“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir 2-2 jafntefli í Vesturbænum í dag. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Við fáum mark bara beint í kjölfarið, það var svekkjandi. Líka kannski í ljósi þess að þetta var svolítið soft vítaspyrna en ég held úrslitin hafi verið sanngjörn. Við skiptumst á að sækja og menn fengu færi, þetta var opinn leikur en alltaf svekkjandi þegar þú kemst yfir og við gefum tiltölulega ódýrt mark og svo eins og ég segi ódýrt víti“ sagði hann svo.

Valsmenn hafa ekki mikið að spila upp á í þeim leikjum sem eru eftir í deildinni. Þeir eru svo gott sem öruggir með 2. sætið og geta ekki náð Víkingum en aðspurður hvernig honum finnist að hvetja sína menn í þessa síðustu leiki segir hann:

Auðvitað er það kannski orðið þannig að það eru allar líkur á að við endum í þessu öðru sæti, Víkingar orðnir meistarar en það er náttúrulega hörku keppni um þessi Evrópusæti og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum bara að motivatea okkur fyrir þá. Og eins og ég hef sagt bæði eftir síðasta leik og þennan að við erum að reyna að taka þetta sem nýtt mót og reyna að taka sem flest stig í því. Þetta eru fimm leikir og það er möguleiki á að fá 15 stig en nú er það úti. Við eigum alveg möguleika á að enda í 13 stigum og við ætlum að reyna að fara sem næst því.“

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir