Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   sun 24. september 2023 17:19
Sverrir Örn Einarsson
Nacho: Kannski að ég fái að taka þá næstu líka
watermark Nacho Heras  var á meðal markaskorara í dag
Nacho Heras var á meðal markaskorara í dag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Nacho Heras í liði Keflavíkur átti var einn af betri leikmönnum vallarins þegar Keflavík vann sinn fyrsta sigur síðan 10,apríl í Bestu deildinni þegar liðið lagði HK 2-1 í Keflavík fyrr í dag. Nacho var nokkuð léttur í lund þegar hann mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

„Þetta er langur tími, það er hálf klikkað. Í fyrst leik tímabilsins spilum við mjög vel gegn Fylki og hugsuðum að við værum að fara inn í gott tímabil. En svo eins og allir vita höfum við verið í basli allt tímabilið en þrátt fyrir það eigum við enn möguleika.“
Sagði Nacho um biðina löngu eftir sigri á tímabili sem að taldi alls 167 daga.

Þrátt fyrir sigurleysi hefur Keflavíkurliðið átt ágætis leiki þetta sumarið, náð jafntefli gegn toppliðum deildarinnar og átt hörkuleiki við liðin í kringum sig án þess þó að ná að vinna. Hver er munurinn á leiknum í dag og þeim leikjum?

„Þegar maður er að tapa nánast öllum leikjum er sjálfstraustið ekki til staðar. Það er ekki auðvelt að spila þannig. Í síðasta leik gegn KA áttum við eitthvað á annan tug skota að marki en þeir sex skot og úr þeim skora þeir fjögur mörk. Þannig hefur tímabilið okkar verið en frammistöður okkar hafa heldur ekki verið góðar en í dag pressuðum við hátt líkt og við gerðum er á leið gegn KA og munum reyna að halda í það og berjast til enda. “

Nacho er eins og flestir vita varnarmaður sem getur spilað allar stöður í öftustu línu og lék í dag stöðu vinstri bakvarðar. Hann steig á vítapunktinn fyrir Keflavík og skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu. Nokkuð sem er ekki daglegt brauð þegar um varnarmenn er að ræða.

„Ég byrjaði að taka vítaspyrnurnar á undirbúningstímabilinu og þar að auki var brotið á mér þegar vítið var dæmt svo mér fannst ég bara eiga það skilið líka. Kannski að ég fái að taka þá næstu líka.“

Sagði Nacho en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner