Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 24. september 2023 17:19
Sverrir Örn Einarsson
Nacho: Kannski að ég fái að taka þá næstu líka
Nacho Heras  var á meðal markaskorara í dag
Nacho Heras var á meðal markaskorara í dag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Nacho Heras í liði Keflavíkur átti var einn af betri leikmönnum vallarins þegar Keflavík vann sinn fyrsta sigur síðan 10,apríl í Bestu deildinni þegar liðið lagði HK 2-1 í Keflavík fyrr í dag. Nacho var nokkuð léttur í lund þegar hann mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

„Þetta er langur tími, það er hálf klikkað. Í fyrst leik tímabilsins spilum við mjög vel gegn Fylki og hugsuðum að við værum að fara inn í gott tímabil. En svo eins og allir vita höfum við verið í basli allt tímabilið en þrátt fyrir það eigum við enn möguleika.“
Sagði Nacho um biðina löngu eftir sigri á tímabili sem að taldi alls 167 daga.

Þrátt fyrir sigurleysi hefur Keflavíkurliðið átt ágætis leiki þetta sumarið, náð jafntefli gegn toppliðum deildarinnar og átt hörkuleiki við liðin í kringum sig án þess þó að ná að vinna. Hver er munurinn á leiknum í dag og þeim leikjum?

„Þegar maður er að tapa nánast öllum leikjum er sjálfstraustið ekki til staðar. Það er ekki auðvelt að spila þannig. Í síðasta leik gegn KA áttum við eitthvað á annan tug skota að marki en þeir sex skot og úr þeim skora þeir fjögur mörk. Þannig hefur tímabilið okkar verið en frammistöður okkar hafa heldur ekki verið góðar en í dag pressuðum við hátt líkt og við gerðum er á leið gegn KA og munum reyna að halda í það og berjast til enda. “

Nacho er eins og flestir vita varnarmaður sem getur spilað allar stöður í öftustu línu og lék í dag stöðu vinstri bakvarðar. Hann steig á vítapunktinn fyrir Keflavík og skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu. Nokkuð sem er ekki daglegt brauð þegar um varnarmenn er að ræða.

„Ég byrjaði að taka vítaspyrnurnar á undirbúningstímabilinu og þar að auki var brotið á mér þegar vítið var dæmt svo mér fannst ég bara eiga það skilið líka. Kannski að ég fái að taka þá næstu líka.“

Sagði Nacho en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner