Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   mán 25. mars 2019 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Raggi Sig: Vil helst ekki tala um taktíkina hérna
Icelandair
Ragnar Sigurðsson var fínn í kvöld þrátt fyrir stórt tap
Ragnar Sigurðsson var fínn í kvöld þrátt fyrir stórt tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar og Kylian Mbappe í baráttunni
Ragnar og Kylian Mbappe í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins, var afar súr eftir 4-0 tapið gegn Frökkum á Stade France í kvöld en þetta var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins.

Lestu um leikinn: Frakkland 4 -  0 Ísland

Íslenska liðið átti í miklum erfiðleikum með franska liðið frá fyrstu mínútunni og það var nokkuð ljóst í hvað stefndi er Samuel Umtiti skoraði fyrsta markið snemma leiks. Frakkar bættu við þremur í viðbót og 4-0 tap staðreynd.

„Þegar við erum 1-0 undir og þó við höfum ekki verið að spila vel í dag þá erum við inn í leiknum. Það kemur fyrir að liðið missir einbeitinguna, þá gerast klaufaleg mstök og opnast allt ennþá meira og ég veit ekki hvernig á að lýsa því, þetta var bara klúður," sagði Ragnar við fjölmiðla í kvöld.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, hefur verið að prufa að spila með fimm manna vörn og gerði það gegn Frökkum í kvöld en það gekk ekki upp og vildi Ragnar lítið tjá sig um kerfið.

„Það getur verið. Ég held að það séu ekki margir að spila þessa taktík með félagsliðum og getur verið erfitt að breyta um taktík og ekki hægt að skella allir sökinni á það. Við vorum ekki nógu góðir í dag og þeir voru helvíti góðir í að klára færin."

„Við náðum að æfa það aðeins en ég vil helst ekki vera að tala um taktíkina hérna. Við reyndum að gera okkar besta alla vega en mér finnst þeir alltaf eins, þeir eru bestir heimi en það „lookar" oft eins og það sé ekkert í gangi en svo kemur einhver sending, stórhætta og þeir eru hrikalega góðir,"
sagði Ragnar.

Það er nóg af leikjum eftir og Ragnar er bjartsýnn á framhaldið en hann segir að liðið verði að læra af þessu og horfa fram á við.

„Ef að við vinnum leikina sem við eigum að vinna þá höfum við efni á að tapa á móti Frökkum úti en auðvitað viljum við ekk tapa 4-0. Við komum hingað til að vinna og vorum rassskelltir og þurfum að læra af þessu og halda áfram," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner