Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 25. maí 2022 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rúnar Kristins: Höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Yfir 90 mínútur er þetta besta frammistaða okkar í sumar. Við höfum átt góða hálfleiki en ekki náð nýta yfirburði okkar í nokkrum leikjum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KR

"Við náðum mjög góðum 90 mínútum í dag. Að vísu átti Stjarnan mjög góðan 15 mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir eiga hættulegar sóknir en við náðum að verjast því vell. Ég hefði viljað vera búinn að klára leikinn miklu fyrr en Stjörnuliðið er öflugt."

Næst var Rúnar spurður hvað hafi smollið hjá liðinu í kvöld sem var þess valdandi að við fengum að sjá svona fína frammistöðu. "Við Skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og erum með yfirburði. Við höfum ekki skorað tvö mörk í fyrri hálfleik áður þegar við höfum verið með yfirburði," segir Rúnar og bætir við að grasið hafi einnig mikið að segja.

"Á KR vellinum er allt annað að spila á grasi sem lítur vel út í fjarska en er reyndar ágætt núna miðað við árstíma. Þar er erfitt að spila en hér erum við á geggjuðu gervigrasi og blautum velli og þá sýnum við hversu vel við getum spilað. Við höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár."


Vill Rúnar þá fá gervigras á KR völlinn? "Það endar með því held ég. Við erum alltaf að bíða eftir framkvæmdum en þangað til erum við á okkar frábæra velli sem Maggi Bö sér um að hafa í eins góðu lagi og hægt er."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner