Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 25. maí 2022 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rúnar Kristins: Höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Yfir 90 mínútur er þetta besta frammistaða okkar í sumar. Við höfum átt góða hálfleiki en ekki náð nýta yfirburði okkar í nokkrum leikjum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KR

"Við náðum mjög góðum 90 mínútum í dag. Að vísu átti Stjarnan mjög góðan 15 mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir eiga hættulegar sóknir en við náðum að verjast því vell. Ég hefði viljað vera búinn að klára leikinn miklu fyrr en Stjörnuliðið er öflugt."

Næst var Rúnar spurður hvað hafi smollið hjá liðinu í kvöld sem var þess valdandi að við fengum að sjá svona fína frammistöðu. "Við Skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og erum með yfirburði. Við höfum ekki skorað tvö mörk í fyrri hálfleik áður þegar við höfum verið með yfirburði," segir Rúnar og bætir við að grasið hafi einnig mikið að segja.

"Á KR vellinum er allt annað að spila á grasi sem lítur vel út í fjarska en er reyndar ágætt núna miðað við árstíma. Þar er erfitt að spila en hér erum við á geggjuðu gervigrasi og blautum velli og þá sýnum við hversu vel við getum spilað. Við höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár."


Vill Rúnar þá fá gervigras á KR völlinn? "Það endar með því held ég. Við erum alltaf að bíða eftir framkvæmdum en þangað til erum við á okkar frábæra velli sem Maggi Bö sér um að hafa í eins góðu lagi og hægt er."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner