Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
banner
   mið 25. maí 2022 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rúnar Kristins: Höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Yfir 90 mínútur er þetta besta frammistaða okkar í sumar. Við höfum átt góða hálfleiki en ekki náð nýta yfirburði okkar í nokkrum leikjum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KR

"Við náðum mjög góðum 90 mínútum í dag. Að vísu átti Stjarnan mjög góðan 15 mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir eiga hættulegar sóknir en við náðum að verjast því vell. Ég hefði viljað vera búinn að klára leikinn miklu fyrr en Stjörnuliðið er öflugt."

Næst var Rúnar spurður hvað hafi smollið hjá liðinu í kvöld sem var þess valdandi að við fengum að sjá svona fína frammistöðu. "Við Skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og erum með yfirburði. Við höfum ekki skorað tvö mörk í fyrri hálfleik áður þegar við höfum verið með yfirburði," segir Rúnar og bætir við að grasið hafi einnig mikið að segja.

"Á KR vellinum er allt annað að spila á grasi sem lítur vel út í fjarska en er reyndar ágætt núna miðað við árstíma. Þar er erfitt að spila en hér erum við á geggjuðu gervigrasi og blautum velli og þá sýnum við hversu vel við getum spilað. Við höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár."


Vill Rúnar þá fá gervigras á KR völlinn? "Það endar með því held ég. Við erum alltaf að bíða eftir framkvæmdum en þangað til erum við á okkar frábæra velli sem Maggi Bö sér um að hafa í eins góðu lagi og hægt er."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner