Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   sun 25. ágúst 2019 19:11
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Vorum feimnir fyrst en unnum okkur inn í leikinn
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég get alveg tekið þetta stig. Ég er fyrst og fremst ánægður með frammistöðuna. Það var mikið og gott jafnvægi í okkar leik. Við vorum þéttir varnarlega og góðar rispur sóknarlega," sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 0-0 jafntefli við KR á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

KA náði ekki skoti á mark KR og sömuleiðis náði KR aðeins einu skoti á mark KA í leiknum.

„Þetta var mjög lokaður leikur. Við erum að vinna okkur neðan frá í tölflunni og þess vegna þarf grunnurinn að vera öflugur varnarleikur. Mér fannst við spila mjög vel og hugsanlega hefðum við geta gert betur úr ákveðnum stöðum sem við fengum. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða."

KR voru mikið sterkari til að byrja með en KA vann sig inn í leikinn.

„Þegar við erum að byrja fyrstu 10-15 mínúturnar þá fannst mér við aðeins feimnir við þá en svo unnum við okkur vel inn í þetta. Held við höfum sýnt það í dag hversu öflugir við getum verið og að við séum á réttri leið. Við erum búnir að tapa einum leik í síðustu sex leikjum."

Óli Stefán talaði sömuleiðis um breiddina í liðinu þegar hann var spurður út í leikformið á David Cuerva, spjánverjanum sem kom í glugganum.

„Þeir koma ekki í toppleikformi en hann kemur með ákveðið inn í okkar leik en við erum líka með breidd og við erum að nota þá breidd. Það sem við erum að gera mjög vel er að nota mikið af ungum strákum úr starfinu sem eru að standa sig vel. Þessir spánverjar og allir hinir eru tilbúnir að leggja allt sitt á vogaskálarnar til að liðið spili sem best."

KA hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli eftir taphrinu fyrr í sumar.

„Þessi spilamennska gefur góð fyrirheit á það að við séum klárir í lokasprettinn."

KA mætir Grindavík í sannkölluðum fallslag í næstu umferð. Óli fer þá á sinn gamla heimavöll.

„Við lokum þessum leik á morgun og svo förum við að undirbúa hörkuleik gegn Grindarvík. Það verður erfiður leikur og við þurfum að eiga jafn góða eða jafnvel betri frammistöðu til að fá eitthvað út úr því verkefni."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner