Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   sun 25. ágúst 2019 19:11
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Vorum feimnir fyrst en unnum okkur inn í leikinn
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég get alveg tekið þetta stig. Ég er fyrst og fremst ánægður með frammistöðuna. Það var mikið og gott jafnvægi í okkar leik. Við vorum þéttir varnarlega og góðar rispur sóknarlega," sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 0-0 jafntefli við KR á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

KA náði ekki skoti á mark KR og sömuleiðis náði KR aðeins einu skoti á mark KA í leiknum.

„Þetta var mjög lokaður leikur. Við erum að vinna okkur neðan frá í tölflunni og þess vegna þarf grunnurinn að vera öflugur varnarleikur. Mér fannst við spila mjög vel og hugsanlega hefðum við geta gert betur úr ákveðnum stöðum sem við fengum. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða."

KR voru mikið sterkari til að byrja með en KA vann sig inn í leikinn.

„Þegar við erum að byrja fyrstu 10-15 mínúturnar þá fannst mér við aðeins feimnir við þá en svo unnum við okkur vel inn í þetta. Held við höfum sýnt það í dag hversu öflugir við getum verið og að við séum á réttri leið. Við erum búnir að tapa einum leik í síðustu sex leikjum."

Óli Stefán talaði sömuleiðis um breiddina í liðinu þegar hann var spurður út í leikformið á David Cuerva, spjánverjanum sem kom í glugganum.

„Þeir koma ekki í toppleikformi en hann kemur með ákveðið inn í okkar leik en við erum líka með breidd og við erum að nota þá breidd. Það sem við erum að gera mjög vel er að nota mikið af ungum strákum úr starfinu sem eru að standa sig vel. Þessir spánverjar og allir hinir eru tilbúnir að leggja allt sitt á vogaskálarnar til að liðið spili sem best."

KA hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli eftir taphrinu fyrr í sumar.

„Þessi spilamennska gefur góð fyrirheit á það að við séum klárir í lokasprettinn."

KA mætir Grindavík í sannkölluðum fallslag í næstu umferð. Óli fer þá á sinn gamla heimavöll.

„Við lokum þessum leik á morgun og svo förum við að undirbúa hörkuleik gegn Grindarvík. Það verður erfiður leikur og við þurfum að eiga jafn góða eða jafnvel betri frammistöðu til að fá eitthvað út úr því verkefni."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner