Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
   sun 25. ágúst 2019 19:11
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Vorum feimnir fyrst en unnum okkur inn í leikinn
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég get alveg tekið þetta stig. Ég er fyrst og fremst ánægður með frammistöðuna. Það var mikið og gott jafnvægi í okkar leik. Við vorum þéttir varnarlega og góðar rispur sóknarlega," sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 0-0 jafntefli við KR á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

KA náði ekki skoti á mark KR og sömuleiðis náði KR aðeins einu skoti á mark KA í leiknum.

„Þetta var mjög lokaður leikur. Við erum að vinna okkur neðan frá í tölflunni og þess vegna þarf grunnurinn að vera öflugur varnarleikur. Mér fannst við spila mjög vel og hugsanlega hefðum við geta gert betur úr ákveðnum stöðum sem við fengum. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða."

KR voru mikið sterkari til að byrja með en KA vann sig inn í leikinn.

„Þegar við erum að byrja fyrstu 10-15 mínúturnar þá fannst mér við aðeins feimnir við þá en svo unnum við okkur vel inn í þetta. Held við höfum sýnt það í dag hversu öflugir við getum verið og að við séum á réttri leið. Við erum búnir að tapa einum leik í síðustu sex leikjum."

Óli Stefán talaði sömuleiðis um breiddina í liðinu þegar hann var spurður út í leikformið á David Cuerva, spjánverjanum sem kom í glugganum.

„Þeir koma ekki í toppleikformi en hann kemur með ákveðið inn í okkar leik en við erum líka með breidd og við erum að nota þá breidd. Það sem við erum að gera mjög vel er að nota mikið af ungum strákum úr starfinu sem eru að standa sig vel. Þessir spánverjar og allir hinir eru tilbúnir að leggja allt sitt á vogaskálarnar til að liðið spili sem best."

KA hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli eftir taphrinu fyrr í sumar.

„Þessi spilamennska gefur góð fyrirheit á það að við séum klárir í lokasprettinn."

KA mætir Grindavík í sannkölluðum fallslag í næstu umferð. Óli fer þá á sinn gamla heimavöll.

„Við lokum þessum leik á morgun og svo förum við að undirbúa hörkuleik gegn Grindarvík. Það verður erfiður leikur og við þurfum að eiga jafn góða eða jafnvel betri frammistöðu til að fá eitthvað út úr því verkefni."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir