Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 25. ágúst 2022 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Fremstur í flokki sem fyrr
Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Borja Lopez Laguna úr Dalvík/Reyni er Jako Sport leikmaður 17. umferðar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar. Hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri á KFS.

„Alvöru svar hjá Dalvík/Reyni þarna eftir tapleik," sagði Sverrir Mar í Ástríðunni. D/R tapaði leiknum á undan gegn Sindra í toppbaráttunni.

„Borja sem fyrr fremstur í flokki, gríðarlega mikilvægur leikmaður í þessu liði og er búinn að vera það í mörg ár."

Borja er 27 ára spænskur miðjumaður sem hefur spilað 72 leiki í deild og bikar og hefur í þeim skorað 36 mörk. Hann kom fyrst til Dalvíkur árið 2019 og í sumar hefur hann skorað ellefu mörk í sextán leikjum.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)
10. umferð - Hermann Þór Ragnarsson (Sindri)
11. umferð - Ásgeir Elíasson (KFS)
12. umferð - Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir)
13. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
14. umferð - Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
15. umferð - Kári Pétursson (KFG)
16. umferð - Þórhallur Ísak Guðmundsson (ÍH)
Ástríðan - 17. og 18. umferð í 3. deild - Nú byrjar ballið og megi besta liðið vinna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner