Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 25. september 2023 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu er liðið vann 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni síðasta föstudagskvöld. Telma var frábær í leiknum en hún spjallaði við Fótbolta.net í dag.

„Ég er gríðarlega ánægð með hann og ánægð með liðið í heild sinni. Ég er ánægð að hafa fengið að spila og að hafa fengið traustið," segir Telma.

„Ég vissi það á æfingunni daginn fyrir leik að ég væri að fara að spila. Það var smá sjokk en mjög gaman að heyra það. Ég var gríðarlega ánægð þegar þjálfarinn sagði frá byrjunarliðinu."

„Maður þurfti að ná að stilla tilfinningarnar og taugarnar rétt, þá smellur þetta allt saman. Ég var mjög sátt með frammistöðuna þó það sé alltaf hægt að bæta eitthvað. Maður fer í vinnu eftir leik að skoða hvað ég get gert betur, en heilt yfir var ég mjög ánægð."

Telma fékk góðan stuðning úr stúkunni.

„Það var mjög góð tilfinning að sjá mömmu og pabba sem flugu að austan til að koma að horfa á mig í þessum leik. Það var mjög sætt að við unnum leikinn. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt við bakið á mér sama hvar ég er að spila. Þau komu til Parísar og Madrídar að sjá mig í Meistaradeildinni. Þau koma alltaf þegar ég er að spila," segir Telma.

Framundan á morgun er stórleikur gegn Þýskalandi. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum en vonandi getur liðið bætt fleiri stigum á töfluna á morgun.

„Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur því Þýskaland er náttúrulega ekkert eðlilega gott lið. Við þurfum að sinna varnarvinnunni vel og og nýta það þegar við erum með boltann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner