Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   þri 26. september 2023 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Hildur í leiknum í kvöld.
Hildur í leiknum í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, 4-0 er pirrandi líka. En við áttum ekki skilið að vinna þennan leik í dag, þær áttu það fyllilega skilið," sagði Hildur Antonsdóttir miðjumaður Íslands eftir 4 - 0 tap ytra gegn Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þær voru mjög góðar í dag og við ekki á okkkar besta degi. Það er á hreinu að við höfum spilað betur. Þær náðu að klára leikinn með skotum af teigum, við fylgdum plani og vorum þéttar og þær voru ekki að búa til mikið af færum beint fyrir framan markið. Svo ná þær að skora nokkur mörk úr langskotum, þær eru með mjög góða skotmenn."

Fyrir leikinn var talað um krísu hjá þýska liðinu sem hafði tapað 2-0 gegn Danmörku.

„Þær mættu mjög grimmar, við töluðum um að vera grimmari á móti þeim og hefðum mátt vera grimmari fannst mér. Svo ná þær marki snemma í leiknum og fá aukið sjálfstraust og vorum með leikinn í höndunum."

„Við vörðum næstum því allan leikinn og í þessum fáu skiptum sem við fengum boltann vorum við ekki með margar fram á við og marga möguleika til að spila fram á við. Það er eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik, vera rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar til að koma okkur ofar á völlinn og búa til alvöru færi."


Nánar er rætt við Hildi í spilaranum að ofan. Hún talar um mikla stemmningu sem Þjóðverjar sköpuðu á pöllunum.

„Það var mjög gaman, ég ski ekkert hvað þau eru að segja svo ég get bara ímyndað mér að þau séu að hvetja okkur," sagði hún. „Þetta truflaði mig ekkert og hafði engin áhrif á liðið. Það er bara skemmtilegt að geta spilað fyrir framan svona marga áhorfendur."
Athugasemdir
banner
banner
banner