Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   lau 26. október 2024 17:14
Haraldur Örn Haraldsson
Gummi Magg um framtíð sína hjá Fram: Ekki hugmynd sko
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við fórum rólega af stað og bæði lið voru svona að koma sér inn í leikinn. Svo skora þeir bara tvö auðveld mörk og staðan allt í einu orðin 2-0. Í seinni hálfleik ætluðum við að ná inn einu marki og koma okkur inn í leikinn. Við náðum því og mér fannst við vera ofan á aðeins þarna á tímabili. Svo skora þeir bara 3-1 og 4-1, þá er þetta bara game over." Sagði Guðmundur Magnússon leikmaður Fram eftir að liðið hans tapaði 4-1 fyrir KA í lokaleik tímabilsins.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 KA

Framarar söfnuðu ekki mörgum stigum seinni hluta tímabilsins eftir að liðið hafði átt virkilega góðan fyrri helming af mótinu.

„Takturinn bara fór úr liðinu, við vorum helvíti flottir framan af. Við vorum bara að gæla við efri hlutann framan af. Svo byrja menn að detta út, meiðsli og þetta riðlast svona aðeins. Við töpum fjórum leikjum í röð þarna á tímabili og sjálfstraustið fer aðeins úr liðinu. Svo undir lokinn var þetta bara að ná inn einum sigri, þá var þetta tryggt, þá bara fjaraði undan þessu."

Guðmundur er samningslaus eftir þetta tímabil og hann segist ekki viss hvort framtíð hans verði áfram hjá liðinu.

„Ekki hugmynd sko. Nú förum við bara að tala saman og við sjáum bara hvernig verður." Segir Guðmundur en það gæti þó verið gulrót að halda áfram þar sem Rúnar Kristinsson er að þjálfa liðið. „Ef við lítum á 22 leiki þá endum við í 7. sæti og erum nálægt því að fara í efri hlutann. Við höfum talað um það að við viljum horfa frekar á það heldur en hvernig gekk í þessari úrslitakeppni. Ég ætla ekki að tala niður þessa úrslitakeppni, mér finnst hún ógeðslega skemmtileg. Fyrir þau lið sem hafa að engu að keppa þá er mjög auðvelt að þetta gerist. Ég er ekki að sega að menn hætti en 'mótviationið' verður minna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir