Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 26. október 2024 17:14
Haraldur Örn Haraldsson
Gummi Magg um framtíð sína hjá Fram: Ekki hugmynd sko
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við fórum rólega af stað og bæði lið voru svona að koma sér inn í leikinn. Svo skora þeir bara tvö auðveld mörk og staðan allt í einu orðin 2-0. Í seinni hálfleik ætluðum við að ná inn einu marki og koma okkur inn í leikinn. Við náðum því og mér fannst við vera ofan á aðeins þarna á tímabili. Svo skora þeir bara 3-1 og 4-1, þá er þetta bara game over." Sagði Guðmundur Magnússon leikmaður Fram eftir að liðið hans tapaði 4-1 fyrir KA í lokaleik tímabilsins.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 KA

Framarar söfnuðu ekki mörgum stigum seinni hluta tímabilsins eftir að liðið hafði átt virkilega góðan fyrri helming af mótinu.

„Takturinn bara fór úr liðinu, við vorum helvíti flottir framan af. Við vorum bara að gæla við efri hlutann framan af. Svo byrja menn að detta út, meiðsli og þetta riðlast svona aðeins. Við töpum fjórum leikjum í röð þarna á tímabili og sjálfstraustið fer aðeins úr liðinu. Svo undir lokinn var þetta bara að ná inn einum sigri, þá var þetta tryggt, þá bara fjaraði undan þessu."

Guðmundur er samningslaus eftir þetta tímabil og hann segist ekki viss hvort framtíð hans verði áfram hjá liðinu.

„Ekki hugmynd sko. Nú förum við bara að tala saman og við sjáum bara hvernig verður." Segir Guðmundur en það gæti þó verið gulrót að halda áfram þar sem Rúnar Kristinsson er að þjálfa liðið. „Ef við lítum á 22 leiki þá endum við í 7. sæti og erum nálægt því að fara í efri hlutann. Við höfum talað um það að við viljum horfa frekar á það heldur en hvernig gekk í þessari úrslitakeppni. Ég ætla ekki að tala niður þessa úrslitakeppni, mér finnst hún ógeðslega skemmtileg. Fyrir þau lið sem hafa að engu að keppa þá er mjög auðvelt að þetta gerist. Ég er ekki að sega að menn hætti en 'mótviationið' verður minna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner