Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 26. október 2024 17:14
Haraldur Örn Haraldsson
Gummi Magg um framtíð sína hjá Fram: Ekki hugmynd sko
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við fórum rólega af stað og bæði lið voru svona að koma sér inn í leikinn. Svo skora þeir bara tvö auðveld mörk og staðan allt í einu orðin 2-0. Í seinni hálfleik ætluðum við að ná inn einu marki og koma okkur inn í leikinn. Við náðum því og mér fannst við vera ofan á aðeins þarna á tímabili. Svo skora þeir bara 3-1 og 4-1, þá er þetta bara game over." Sagði Guðmundur Magnússon leikmaður Fram eftir að liðið hans tapaði 4-1 fyrir KA í lokaleik tímabilsins.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 KA

Framarar söfnuðu ekki mörgum stigum seinni hluta tímabilsins eftir að liðið hafði átt virkilega góðan fyrri helming af mótinu.

„Takturinn bara fór úr liðinu, við vorum helvíti flottir framan af. Við vorum bara að gæla við efri hlutann framan af. Svo byrja menn að detta út, meiðsli og þetta riðlast svona aðeins. Við töpum fjórum leikjum í röð þarna á tímabili og sjálfstraustið fer aðeins úr liðinu. Svo undir lokinn var þetta bara að ná inn einum sigri, þá var þetta tryggt, þá bara fjaraði undan þessu."

Guðmundur er samningslaus eftir þetta tímabil og hann segist ekki viss hvort framtíð hans verði áfram hjá liðinu.

„Ekki hugmynd sko. Nú förum við bara að tala saman og við sjáum bara hvernig verður." Segir Guðmundur en það gæti þó verið gulrót að halda áfram þar sem Rúnar Kristinsson er að þjálfa liðið. „Ef við lítum á 22 leiki þá endum við í 7. sæti og erum nálægt því að fara í efri hlutann. Við höfum talað um það að við viljum horfa frekar á það heldur en hvernig gekk í þessari úrslitakeppni. Ég ætla ekki að tala niður þessa úrslitakeppni, mér finnst hún ógeðslega skemmtileg. Fyrir þau lið sem hafa að engu að keppa þá er mjög auðvelt að þetta gerist. Ég er ekki að sega að menn hætti en 'mótviationið' verður minna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner