Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 26. október 2024 17:14
Haraldur Örn Haraldsson
Gummi Magg um framtíð sína hjá Fram: Ekki hugmynd sko
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við fórum rólega af stað og bæði lið voru svona að koma sér inn í leikinn. Svo skora þeir bara tvö auðveld mörk og staðan allt í einu orðin 2-0. Í seinni hálfleik ætluðum við að ná inn einu marki og koma okkur inn í leikinn. Við náðum því og mér fannst við vera ofan á aðeins þarna á tímabili. Svo skora þeir bara 3-1 og 4-1, þá er þetta bara game over." Sagði Guðmundur Magnússon leikmaður Fram eftir að liðið hans tapaði 4-1 fyrir KA í lokaleik tímabilsins.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 KA

Framarar söfnuðu ekki mörgum stigum seinni hluta tímabilsins eftir að liðið hafði átt virkilega góðan fyrri helming af mótinu.

„Takturinn bara fór úr liðinu, við vorum helvíti flottir framan af. Við vorum bara að gæla við efri hlutann framan af. Svo byrja menn að detta út, meiðsli og þetta riðlast svona aðeins. Við töpum fjórum leikjum í röð þarna á tímabili og sjálfstraustið fer aðeins úr liðinu. Svo undir lokinn var þetta bara að ná inn einum sigri, þá var þetta tryggt, þá bara fjaraði undan þessu."

Guðmundur er samningslaus eftir þetta tímabil og hann segist ekki viss hvort framtíð hans verði áfram hjá liðinu.

„Ekki hugmynd sko. Nú förum við bara að tala saman og við sjáum bara hvernig verður." Segir Guðmundur en það gæti þó verið gulrót að halda áfram þar sem Rúnar Kristinsson er að þjálfa liðið. „Ef við lítum á 22 leiki þá endum við í 7. sæti og erum nálægt því að fara í efri hlutann. Við höfum talað um það að við viljum horfa frekar á það heldur en hvernig gekk í þessari úrslitakeppni. Ég ætla ekki að tala niður þessa úrslitakeppni, mér finnst hún ógeðslega skemmtileg. Fyrir þau lið sem hafa að engu að keppa þá er mjög auðvelt að þetta gerist. Ég er ekki að sega að menn hætti en 'mótviationið' verður minna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner