Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 26. nóvember 2021 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð bað um að fara: Heima er best
Mynd: AEF
Davíð Örn Atlason er mættur aftur heim í Víking eftir eitt tímabil í burtu þar sem hann lék með Breiðabliki. Davíð er 27 ára bakvörður sem skrifar undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

Fótbolti.net ræddi við Davíð um félagaskiptin í dag.

„Það er gott að vera búinn að klára þetta. Þetta tók svolítinn tíma en ánægjulegt að þetta hafi klárast. Ég kom hérna í Víkina í gær, skrifaði undir og það var geggjað að koma hér inn aftur," sagði Davíð.

„Það var erfitt að kveðja Blikana. Ég kvaddi allt liðið, sjúkraþjálfana og menn í kringum liðið. Þetta dróst svolítið á langinn og ég náði góðum mánuði í æfingum með Breiðabliki. Það var ekkert útilokað að ég yrði áfram í Breiðablik og undir lokin stóð það á milli þess að vera áfram eða fara í Víking. Ég ýtti öðru til hliðar þar sem mér leið ágætlega í Smáranum. Heima er best þannig það varð fyrir valinu."

Ánægður með Blikana að leyfa þér að fara?

„Ég bað um að fara, sagði þeim að ég vildi fara í Víking. Þjálfararnir sýndu þessu mikinn skilning en svo þurfti að semja um þetta og ég er mjög ánægður hvernig félögin tækluðu þetta," sagði Davíð.

Nánar var rætt við Davíð og má sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner