Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 26. nóvember 2021 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð bað um að fara: Heima er best
Mynd: AEF
Davíð Örn Atlason er mættur aftur heim í Víking eftir eitt tímabil í burtu þar sem hann lék með Breiðabliki. Davíð er 27 ára bakvörður sem skrifar undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

Fótbolti.net ræddi við Davíð um félagaskiptin í dag.

„Það er gott að vera búinn að klára þetta. Þetta tók svolítinn tíma en ánægjulegt að þetta hafi klárast. Ég kom hérna í Víkina í gær, skrifaði undir og það var geggjað að koma hér inn aftur," sagði Davíð.

„Það var erfitt að kveðja Blikana. Ég kvaddi allt liðið, sjúkraþjálfana og menn í kringum liðið. Þetta dróst svolítið á langinn og ég náði góðum mánuði í æfingum með Breiðabliki. Það var ekkert útilokað að ég yrði áfram í Breiðablik og undir lokin stóð það á milli þess að vera áfram eða fara í Víking. Ég ýtti öðru til hliðar þar sem mér leið ágætlega í Smáranum. Heima er best þannig það varð fyrir valinu."

Ánægður með Blikana að leyfa þér að fara?

„Ég bað um að fara, sagði þeim að ég vildi fara í Víking. Þjálfararnir sýndu þessu mikinn skilning en svo þurfti að semja um þetta og ég er mjög ánægður hvernig félögin tækluðu þetta," sagði Davíð.

Nánar var rætt við Davíð og má sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner