Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 26. nóvember 2021 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð bað um að fara: Heima er best
Mynd: AEF
Davíð Örn Atlason er mættur aftur heim í Víking eftir eitt tímabil í burtu þar sem hann lék með Breiðabliki. Davíð er 27 ára bakvörður sem skrifar undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

Fótbolti.net ræddi við Davíð um félagaskiptin í dag.

„Það er gott að vera búinn að klára þetta. Þetta tók svolítinn tíma en ánægjulegt að þetta hafi klárast. Ég kom hérna í Víkina í gær, skrifaði undir og það var geggjað að koma hér inn aftur," sagði Davíð.

„Það var erfitt að kveðja Blikana. Ég kvaddi allt liðið, sjúkraþjálfana og menn í kringum liðið. Þetta dróst svolítið á langinn og ég náði góðum mánuði í æfingum með Breiðabliki. Það var ekkert útilokað að ég yrði áfram í Breiðablik og undir lokin stóð það á milli þess að vera áfram eða fara í Víking. Ég ýtti öðru til hliðar þar sem mér leið ágætlega í Smáranum. Heima er best þannig það varð fyrir valinu."

Ánægður með Blikana að leyfa þér að fara?

„Ég bað um að fara, sagði þeim að ég vildi fara í Víking. Þjálfararnir sýndu þessu mikinn skilning en svo þurfti að semja um þetta og ég er mjög ánægður hvernig félögin tækluðu þetta," sagði Davíð.

Nánar var rætt við Davíð og má sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner