Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fös 26. nóvember 2021 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð bað um að fara: Heima er best
Mynd: AEF
Davíð Örn Atlason er mættur aftur heim í Víking eftir eitt tímabil í burtu þar sem hann lék með Breiðabliki. Davíð er 27 ára bakvörður sem skrifar undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

Fótbolti.net ræddi við Davíð um félagaskiptin í dag.

„Það er gott að vera búinn að klára þetta. Þetta tók svolítinn tíma en ánægjulegt að þetta hafi klárast. Ég kom hérna í Víkina í gær, skrifaði undir og það var geggjað að koma hér inn aftur," sagði Davíð.

„Það var erfitt að kveðja Blikana. Ég kvaddi allt liðið, sjúkraþjálfana og menn í kringum liðið. Þetta dróst svolítið á langinn og ég náði góðum mánuði í æfingum með Breiðabliki. Það var ekkert útilokað að ég yrði áfram í Breiðablik og undir lokin stóð það á milli þess að vera áfram eða fara í Víking. Ég ýtti öðru til hliðar þar sem mér leið ágætlega í Smáranum. Heima er best þannig það varð fyrir valinu."

Ánægður með Blikana að leyfa þér að fara?

„Ég bað um að fara, sagði þeim að ég vildi fara í Víking. Þjálfararnir sýndu þessu mikinn skilning en svo þurfti að semja um þetta og ég er mjög ánægður hvernig félögin tækluðu þetta," sagði Davíð.

Nánar var rætt við Davíð og má sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner