Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   lau 26. nóvember 2022 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefði verið mjög erfitt að hafna Betu - „Langar að vinna sænsku deildina"
Kvenaboltinn
Hlín á landsliðsæfingu í haust.
Hlín á landsliðsæfingu í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín er 22 ára gömul og spilar oftast á hægri kantinum. Hún getur þó einnig spilað fremst sem og úti vinstra megin.
Hlín er 22 ára gömul og spilar oftast á hægri kantinum. Hún getur þó einnig spilað fremst sem og úti vinstra megin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sannfærð eftir fund með Betu.
Sannfærð eftir fund með Betu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir gekk á dögunum í raðir Kristianstad eftir tvö ár hjá Piteå, liðin leika bæði í Svíþjóð en Kristianstad en Kristianstad hefur vegnað talsvert betur undanfarin ár.

„Félagið hafði samband og lét mig vita að það hefði áhuga. Þau voru búin að fylgjast með mér, ég var í sömu deild og ég átti fundi með þjálfaranum og yfirmanni íþróttamála og varð sannfærð," sagði Hlín við Fótbolta.net í gær.

„Mér fannst erfið ákvörðun að fara úr Piteå og það er alltaf erfitt að segja nei við einhverja aðra. En mér fannst ekki beint erfitt að velja að fara í Kristianstad. Það hefði verið mjög, mjög erfitt að segja nei."

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfara Kristianstad. Var hún mjög sannfærandi í þessum viðræðum?

„Já, ég held að flestir sem hafa einhvern tímann talað við hana geta verið sammála um að hún sé sannfærandi týpa. Hún var mjög sannfærandi. Ég fylgdist með Krisianstad á liðnu tímabili og mér finnst mjög áhugavert og spennandi hvernig þær spila. Ég held að það henti mér."

„Hún er ein af stærstu ástæðunum en leikmannahópurinn líka. Til dæmis framherjarnir sem þær eru með, ég hlakka mjög mikið til að spila með þeim. Mér finnst leikmannahópurinn sterkur eins og hann er og líklegur til að ná árangri."

„Mig langar að vinna sænsku deildina, mér finnst það vera raunhæft markmið og svo vil ég bæta mig sem leikmaður eins mikið og ég get."


Þurfti Hlín að velja Kristianstad fram yfir önnur félög?

„Það voru nokkur lið á Norðurlöndunum sem höfðu samband og það kom upp eitthvað smá frá Evrópu. En ég skoðaði það ekkert þannig lagað. Mér finnst henta mér að vera í sænsku deildinni áfram, finnst sú deild hæfilega krefjandi fyrir mig akkúrat núna."

Í viðtalinu er vel farið yfir nýliðið tímabil með Piteå þar sem Hlín skoraði ellefu mörk í 26 leikjum. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Lítur Hlín á skrefið að fara í Kristianstad sem klárt skref upp á við á sínum ferli?

„Já, ég geri það. Þetta er ný áskorun og ég held að ný áskorun sé alltaf skref upp á við ef maður vinnur rétt úr því. Þetta er betra lið en Piteå akkúrat núna, staðan í deildinni sýnir það. En þetta er ekki þannig að ég sé að fara valta yfir Piteå næsta sumar, sænska deildin er mjög jöfn og allir geta unnið alla."

Eru einhverjir aðilar sem hjálpa henni við að taka ákvörðun eins og þessa að fara í Kristianstad?

„Þetta er mín ákvörðun fyrst og fremst, en það er alls konar fólk sem ég þekki sem hjálpar mér; fjölskylda, umboðsmaður og einhverjir sem hafa þjálfað mig. Svo hjálpar mest að tala við þjálfarana í liðunum sem maður er að velja á milli."

Hvert er draumamarkmiðið á ferlinum?

„Markmiðið akkúrat núna er að í Kristianstad og ná betri árangri en ég hef náð hingað til í sænsku deildinni. Markmiðið er að vinna sænsku deildina á einhverjum tímapunkti og helst sem fyrst. Eftir það þá getur vel verið að ég myndi skoða eitthvað annað þegar mér líður eins og ég sé tilbúin í það. Auðvitað langar mig að spila í Meistaradeildinni á háu 'leveli' einhvern tímann," sagði Hlín.

Í lok viðtals var Hlín svo spurð út í landsliðið sem hún var ekki hluti af fyrri hluta árs.
Athugasemdir
banner