Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. febrúar 2020 18:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær vill meira frá Martial: Munur á 15 og 25 mörkum
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill fá meira frá framherja sínum, Anthony Martial. Martial hefur skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum United en stjórinn vill sjá meira.

Solskjær sagðist á dögunum vera einn af þeim sem gagnrýndu Martial hvað mest og hefur nú lagt fyrir Frakkann nýja áskorun.

„Þegar þú spilar úti á vængnum þá snýrðu meira að varnarmönnunum og getur hlaupið á þá," sagði Solskjær við MUTV.

„Núna spilar hann sem fremsti maður og þar þarftu að sýna styrk með bakið í markið. Það þarf að sýna meiri þolinmæði. Þú átt að vera klár þegar boltinn kemur í teiginn og ég er alltaf að setja pressu á hann. Ég vil sjá meira frá honum."

„Stundum kemur boltinn og hann ætti að vera mættur. Ég ýti aðeins í hann og segi honum að þetta hefði verið mark ef hann hefði verið mættur. Það er mikill munur á því að skora 25 mörk í stað fimmtán fyrir 'níu'."


Anthony Martial verður mögulega fremsti maður gegn Everton á sunnudag en hann er ekki í leikmannahópnum sem mætir Club Brugge í kvöld.

Uppfært 19:19
Solskjær tjáði sig um fjarveru Martial og segir hann hafa labbað af æfingu liðsins í gær og sé meiddur. Solskjær vonaðist eftir því að meiðslin væru ekki slæm en vissi ekki hversu lengi Martial yrði frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner