Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
   sun 27. október 2024 21:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi að tapa þessu svona. Ég vil bara óska Breiðablik til hamingju með þetta. Þeir stóðu sig betur í deildinni heldur en við þetta árið og þetta er bara gríðarlegt svekkelsi." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir tapið í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið mættu vel 'aggressive' til leiks. Þetta var ekki mikið um sénsa teknir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í seinni hálfleiknum að við ætluðum að vera aðeins hugrakkari á boltann og þora að spila úr pressunni þeirra en þetta bara féll ekki með okkur í seinni hálfleiknum." 

„Við fengu fullt að færum til þess að koma okkur inn í leikinn en boltinn fór ekki inn. Þeir skora eftir einhvern darraðardans sem dettur til þeirra. Mér fannst leikurinn í dag bara falla aðeins þeirra meginn en þetta var bara hörku leikur og því miður féll þetta bara ekki með okkur."

Víkingar fengu fín færi sérstaklega í upphafi seinni hálfleiksins en svolítið bara eins og saga leiksins fyrir þá var þetta svolítið stöngin út.

„Svona er bara fótboltinn. Við erum búnir að vera hrikalega flottir í ár. Við erum mjög stoltir af liðinu og þetta er magnaður árangur sem að við höfum náð. Við höfum farið bæði í bikarúrslitaleikinn og núna vorum við í síðasta leiknum í deildinni. Við erum búnir að vera keppa á öllum vígvöllum alveg fram í lokin þó svo við höfum ekki dregið langa stráið í endann í báðum þessum úrslitaleikjum sem er hrikalega svekkjandi."

„Það má heldur ekki gleyma því að við erum búnir að vera líka í Evrópu og komnir áfram í Sambandsdeildina og ef við setjum það í samhengi við það hvernig gekk hja Blikum í fyrra í deildinni og bikar. Fyrir þá duttu þeir út í 32-liða úrslitum í bikarnum og fóru í aðra umferð í Evrópu þannig þeir eru búnir að spila sjö eða átta leiki minna en við frá því í ágúst. Kannski hefur það eitthvað með að segja hvernig hlutirnir eru búnir að ganga í deildinni. Þeir eru búnir að geta hvílt sig vel á milli leikja á meðan þetta er búið að vera rosaleg törn hjá okkur." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner