Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 27. október 2024 21:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi að tapa þessu svona. Ég vil bara óska Breiðablik til hamingju með þetta. Þeir stóðu sig betur í deildinni heldur en við þetta árið og þetta er bara gríðarlegt svekkelsi." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir tapið í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið mættu vel 'aggressive' til leiks. Þetta var ekki mikið um sénsa teknir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í seinni hálfleiknum að við ætluðum að vera aðeins hugrakkari á boltann og þora að spila úr pressunni þeirra en þetta bara féll ekki með okkur í seinni hálfleiknum." 

„Við fengu fullt að færum til þess að koma okkur inn í leikinn en boltinn fór ekki inn. Þeir skora eftir einhvern darraðardans sem dettur til þeirra. Mér fannst leikurinn í dag bara falla aðeins þeirra meginn en þetta var bara hörku leikur og því miður féll þetta bara ekki með okkur."

Víkingar fengu fín færi sérstaklega í upphafi seinni hálfleiksins en svolítið bara eins og saga leiksins fyrir þá var þetta svolítið stöngin út.

„Svona er bara fótboltinn. Við erum búnir að vera hrikalega flottir í ár. Við erum mjög stoltir af liðinu og þetta er magnaður árangur sem að við höfum náð. Við höfum farið bæði í bikarúrslitaleikinn og núna vorum við í síðasta leiknum í deildinni. Við erum búnir að vera keppa á öllum vígvöllum alveg fram í lokin þó svo við höfum ekki dregið langa stráið í endann í báðum þessum úrslitaleikjum sem er hrikalega svekkjandi."

„Það má heldur ekki gleyma því að við erum búnir að vera líka í Evrópu og komnir áfram í Sambandsdeildina og ef við setjum það í samhengi við það hvernig gekk hja Blikum í fyrra í deildinni og bikar. Fyrir þá duttu þeir út í 32-liða úrslitum í bikarnum og fóru í aðra umferð í Evrópu þannig þeir eru búnir að spila sjö eða átta leiki minna en við frá því í ágúst. Kannski hefur það eitthvað með að segja hvernig hlutirnir eru búnir að ganga í deildinni. Þeir eru búnir að geta hvílt sig vel á milli leikja á meðan þetta er búið að vera rosaleg törn hjá okkur." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner