Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   sun 27. október 2024 21:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi að tapa þessu svona. Ég vil bara óska Breiðablik til hamingju með þetta. Þeir stóðu sig betur í deildinni heldur en við þetta árið og þetta er bara gríðarlegt svekkelsi." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir tapið í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið mættu vel 'aggressive' til leiks. Þetta var ekki mikið um sénsa teknir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í seinni hálfleiknum að við ætluðum að vera aðeins hugrakkari á boltann og þora að spila úr pressunni þeirra en þetta bara féll ekki með okkur í seinni hálfleiknum." 

„Við fengu fullt að færum til þess að koma okkur inn í leikinn en boltinn fór ekki inn. Þeir skora eftir einhvern darraðardans sem dettur til þeirra. Mér fannst leikurinn í dag bara falla aðeins þeirra meginn en þetta var bara hörku leikur og því miður féll þetta bara ekki með okkur."

Víkingar fengu fín færi sérstaklega í upphafi seinni hálfleiksins en svolítið bara eins og saga leiksins fyrir þá var þetta svolítið stöngin út.

„Svona er bara fótboltinn. Við erum búnir að vera hrikalega flottir í ár. Við erum mjög stoltir af liðinu og þetta er magnaður árangur sem að við höfum náð. Við höfum farið bæði í bikarúrslitaleikinn og núna vorum við í síðasta leiknum í deildinni. Við erum búnir að vera keppa á öllum vígvöllum alveg fram í lokin þó svo við höfum ekki dregið langa stráið í endann í báðum þessum úrslitaleikjum sem er hrikalega svekkjandi."

„Það má heldur ekki gleyma því að við erum búnir að vera líka í Evrópu og komnir áfram í Sambandsdeildina og ef við setjum það í samhengi við það hvernig gekk hja Blikum í fyrra í deildinni og bikar. Fyrir þá duttu þeir út í 32-liða úrslitum í bikarnum og fóru í aðra umferð í Evrópu þannig þeir eru búnir að spila sjö eða átta leiki minna en við frá því í ágúst. Kannski hefur það eitthvað með að segja hvernig hlutirnir eru búnir að ganga í deildinni. Þeir eru búnir að geta hvílt sig vel á milli leikja á meðan þetta er búið að vera rosaleg törn hjá okkur." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner