Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 27. október 2024 21:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi að tapa þessu svona. Ég vil bara óska Breiðablik til hamingju með þetta. Þeir stóðu sig betur í deildinni heldur en við þetta árið og þetta er bara gríðarlegt svekkelsi." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir tapið í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið mættu vel 'aggressive' til leiks. Þetta var ekki mikið um sénsa teknir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í seinni hálfleiknum að við ætluðum að vera aðeins hugrakkari á boltann og þora að spila úr pressunni þeirra en þetta bara féll ekki með okkur í seinni hálfleiknum." 

„Við fengu fullt að færum til þess að koma okkur inn í leikinn en boltinn fór ekki inn. Þeir skora eftir einhvern darraðardans sem dettur til þeirra. Mér fannst leikurinn í dag bara falla aðeins þeirra meginn en þetta var bara hörku leikur og því miður féll þetta bara ekki með okkur."

Víkingar fengu fín færi sérstaklega í upphafi seinni hálfleiksins en svolítið bara eins og saga leiksins fyrir þá var þetta svolítið stöngin út.

„Svona er bara fótboltinn. Við erum búnir að vera hrikalega flottir í ár. Við erum mjög stoltir af liðinu og þetta er magnaður árangur sem að við höfum náð. Við höfum farið bæði í bikarúrslitaleikinn og núna vorum við í síðasta leiknum í deildinni. Við erum búnir að vera keppa á öllum vígvöllum alveg fram í lokin þó svo við höfum ekki dregið langa stráið í endann í báðum þessum úrslitaleikjum sem er hrikalega svekkjandi."

„Það má heldur ekki gleyma því að við erum búnir að vera líka í Evrópu og komnir áfram í Sambandsdeildina og ef við setjum það í samhengi við það hvernig gekk hja Blikum í fyrra í deildinni og bikar. Fyrir þá duttu þeir út í 32-liða úrslitum í bikarnum og fóru í aðra umferð í Evrópu þannig þeir eru búnir að spila sjö eða átta leiki minna en við frá því í ágúst. Kannski hefur það eitthvað með að segja hvernig hlutirnir eru búnir að ganga í deildinni. Þeir eru búnir að geta hvílt sig vel á milli leikja á meðan þetta er búið að vera rosaleg törn hjá okkur." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir