Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 27. desember 2024 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Tómas Bent Magnússon.
Tómas Bent Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í raðir Vals.
Gekk í raðir Vals.
Mynd: Valur
Var lykilmaður hjá ÍBV.
Var lykilmaður hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er bara flott. Þetta er öðruvísi en að vera í Eyjum og í fyrsta skipti þar sem ég er í öðru félagi," segir Tómas Bent Magnússon, nýr leikmaður Vals, í viðtali við Fótbolta.net.

Tómas Bent er 22 ára gamall og skrifaði undir þriggja ára samning við Val á dögunum.

Hann hefur gegnt lykilhlutverki í liði Eyjamanna síðustu ár og var frábær er liðið vann Lengjudeildina í haust, en hann var valinn í lið ársins hér á Fótbolta.net

Hann segir það auðvitað erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið sitt.

„Já, auðvitað. En þetta er bara tíminn til þess að breyta til. Ég bý í bænum og svona. Mig langaði að fá nýja áskorun," segir Tómas.

„Það voru einhverjir möguleikar í boði en það breytir engu núna. Maður er bara orðinn Valsari."

Alvöru atvinnumannaumhverfi
Hann æfði með Val áður en hann samdi við félagið. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun á Hlíðarenda.

„Þetta er alvöru atvinnumannaumhverfi og það er æft á morgnana. Hópurinn er stór og góður. Þeir vilja gera eitthvað og mér líst vel á það. Ég tel mig geta bætt mig þarna," segir Tómas.

Hópurinn er afar vel mannaður og á Hlíðarenda er stefnt á að vinna alla titla.

„Það eru leikmenn þarna sem hafa verið á efsta stigi. Það er bara geggjað," segir Tómas.

Það var ekkert erfitt
Tengdafaðir Tómasar er Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram sem er einnig í Bestu deildinni. Var erfitt að segja honum að þú værir að fara í Val?

„Nei, hann hefur verið í Val sjálfur og þekkir þennan bolta. Það var ekkert erfitt," segir Tómas.

Hvernig verður að mæta honum næsta sumar?

„Ég hef mætt honum áður og það er bara gaman. Við tölum ekki saman daginn áður og þá er allt í lagi. Við tölum mikið saman um fótbolta. Við erum báðir United menn og svona. Hann þekkir þennan heim inn og út. Það er gott að geta sótt ráð frá honum."

Skemmtilegasta sumarið hingað til
Tómas endaði tíma sinn hjá ÍBV á því að hjálpa liðinu að komast upp í Bestu deildina. Hann fer þaðan sáttur.

„Þetta var skemmtilegasta sumarið hingað til og hópurinn algjörlega geggjaður," segir miðjumaðurinn.

„Við vinnum deildina með einu stigi. Þetta var alvöru deild. Það var geggjað að spila fyrir Hemma Hreiðars. Við erum náskyldir og ég verð að segja það," sagði Tómas léttur og bætti við að það yrði örugglega smá skrítið að spila gegn ÍBV í sumar. Markmiðið hans er að gera vel með Val en þar eru framundan spennandi tímar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner