Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 27. desember 2024 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Tómas Bent Magnússon.
Tómas Bent Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í raðir Vals.
Gekk í raðir Vals.
Mynd: Valur
Var lykilmaður hjá ÍBV.
Var lykilmaður hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er bara flott. Þetta er öðruvísi en að vera í Eyjum og í fyrsta skipti þar sem ég er í öðru félagi," segir Tómas Bent Magnússon, nýr leikmaður Vals, í viðtali við Fótbolta.net.

Tómas Bent er 22 ára gamall og skrifaði undir þriggja ára samning við Val á dögunum.

Hann hefur gegnt lykilhlutverki í liði Eyjamanna síðustu ár og var frábær er liðið vann Lengjudeildina í haust, en hann var valinn í lið ársins hér á Fótbolta.net

Hann segir það auðvitað erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið sitt.

„Já, auðvitað. En þetta er bara tíminn til þess að breyta til. Ég bý í bænum og svona. Mig langaði að fá nýja áskorun," segir Tómas.

„Það voru einhverjir möguleikar í boði en það breytir engu núna. Maður er bara orðinn Valsari."

Alvöru atvinnumannaumhverfi
Hann æfði með Val áður en hann samdi við félagið. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun á Hlíðarenda.

„Þetta er alvöru atvinnumannaumhverfi og það er æft á morgnana. Hópurinn er stór og góður. Þeir vilja gera eitthvað og mér líst vel á það. Ég tel mig geta bætt mig þarna," segir Tómas.

Hópurinn er afar vel mannaður og á Hlíðarenda er stefnt á að vinna alla titla.

„Það eru leikmenn þarna sem hafa verið á efsta stigi. Það er bara geggjað," segir Tómas.

Það var ekkert erfitt
Tengdafaðir Tómasar er Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram sem er einnig í Bestu deildinni. Var erfitt að segja honum að þú værir að fara í Val?

„Nei, hann hefur verið í Val sjálfur og þekkir þennan bolta. Það var ekkert erfitt," segir Tómas.

Hvernig verður að mæta honum næsta sumar?

„Ég hef mætt honum áður og það er bara gaman. Við tölum ekki saman daginn áður og þá er allt í lagi. Við tölum mikið saman um fótbolta. Við erum báðir United menn og svona. Hann þekkir þennan heim inn og út. Það er gott að geta sótt ráð frá honum."

Skemmtilegasta sumarið hingað til
Tómas endaði tíma sinn hjá ÍBV á því að hjálpa liðinu að komast upp í Bestu deildina. Hann fer þaðan sáttur.

„Þetta var skemmtilegasta sumarið hingað til og hópurinn algjörlega geggjaður," segir miðjumaðurinn.

„Við vinnum deildina með einu stigi. Þetta var alvöru deild. Það var geggjað að spila fyrir Hemma Hreiðars. Við erum náskyldir og ég verð að segja það," sagði Tómas léttur og bætti við að það yrði örugglega smá skrítið að spila gegn ÍBV í sumar. Markmiðið hans er að gera vel með Val en þar eru framundan spennandi tímar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner