Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   sun 28. maí 2023 20:01
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Það er stemning í okkur
Fylkismenn fagna marki Orra.
Fylkismenn fagna marki Orra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Það var létt yfir Rúnari Páli Sigmundssyni þjálfara Fylkis eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mikilvægur sigur. Við fengum högg í magann í síðasta leik en þetta snýst um að núllstilla sig fyrir hvern einasta leik," segir Rúnar en Stjarnan jafnaði í lokin gegn Árbæingum í síðasta leik.

„Ég er sáttur með spilamennskuna að mörgu leyti. Við höfum oft spilað betur og komið boltanum betur á milli manna. Það er erfitt að vinna fótboltaleiki, þú þarft að hafa helvíti mikið fyrir því og við gerðum það í dag."

„Það eru framfarir í því sem við erum að gera. Við byrjuðum mótið ekki nægilega vel. Við erum farnir að ná í stig og það er gaman. Það er kemestría í mannskapnum og okkur líður vel í skipulaginu. Það er stemning í okkur og það gefur okkur byr undir báða vængi að það eru að koma inn úrslit núna."

„Lykilmenn eru úti en það koma menn inn og standa sig. Pétur (Bjarnason) öflugur frammi og Birkir (Eyþórsson) er að spila bakvörð, eitthvað sem hann hefur ekki gert áður, og er að standa sig. Menn standa sig í sínum hlutverkum."

Ólafur Karl Finsen, Ásgeir Eyþórsson og fleiri eru á meiðsalistanum og segir Rúnar að ekki sé von á mönnum af meiðslalistanum alveg strax. Þeir verði flestir frá í einhverjar vikur í viðbót.
Athugasemdir
banner
banner
banner