Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 28. júlí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Ási Arnars: Okkar styrkur í sumar, jafn og þéttur og sterkur hópur
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var svolítið sérstakur að mörgu leyti, ég veit ekki hvort að við eigum að tala um vorbrag í júlí eða hvað, þetta var svona mikið hik á þessu framan af", sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðablik eftir 5-0 sigur liðsins á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 KR

„KR-ingarnir komu bara sterkir til leiks og voru vel skipulagðar, grimmar, spiluðu á köflum vel. Við fengum mikið af hálffærum, náðum ekki alveg að opna leikinn svona kannski til að byrja með þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum í gegn og náði svona að opna marka reikninginn fyrir okkur. Seinni hálfleikur byrjaði kannski svolítið svipað en mér fannst svona eftir að við skorðum annað markið þá leið mér betur og var svona rólegri og mér fannst leikmenn rólegri líka og þá svona fór þetta að detta betur inn fyrir okkur.", bætti Ási við. 

Staðan var 1-0 eftir 72. mínútna leik en eftir að Karítas Tómasdóttir skoraði annað mark Blika á 72. mínútu var eftirleikurinn auðveldur fyrir Blika og var Ásmundur sammála því að þegar um 20. mínútur voru eftir að leiknum stefndi ekki í 5-0 sigur Blika. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á hóp Breiðabliks síðan í síðasta leik liðsins fyrir fimm vikum en Ási er ánægður með hópinn, 

„Bara mjög vel, en þetta er auðvitað alltaf svona skrítið þegar að verða miklar breytingar, það tekur smá tíma að finna taktinn og ná saman en jú jú það eru smá breytingar en við erum með þéttan og sterkan og spennandi hóp þannig að við eru bara spenntar fyrir framhaldinu", sagði Ási. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner