Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 28. júlí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Ási Arnars: Okkar styrkur í sumar, jafn og þéttur og sterkur hópur
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var svolítið sérstakur að mörgu leyti, ég veit ekki hvort að við eigum að tala um vorbrag í júlí eða hvað, þetta var svona mikið hik á þessu framan af", sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðablik eftir 5-0 sigur liðsins á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 KR

„KR-ingarnir komu bara sterkir til leiks og voru vel skipulagðar, grimmar, spiluðu á köflum vel. Við fengum mikið af hálffærum, náðum ekki alveg að opna leikinn svona kannski til að byrja með þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum í gegn og náði svona að opna marka reikninginn fyrir okkur. Seinni hálfleikur byrjaði kannski svolítið svipað en mér fannst svona eftir að við skorðum annað markið þá leið mér betur og var svona rólegri og mér fannst leikmenn rólegri líka og þá svona fór þetta að detta betur inn fyrir okkur.", bætti Ási við. 

Staðan var 1-0 eftir 72. mínútna leik en eftir að Karítas Tómasdóttir skoraði annað mark Blika á 72. mínútu var eftirleikurinn auðveldur fyrir Blika og var Ásmundur sammála því að þegar um 20. mínútur voru eftir að leiknum stefndi ekki í 5-0 sigur Blika. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á hóp Breiðabliks síðan í síðasta leik liðsins fyrir fimm vikum en Ási er ánægður með hópinn, 

„Bara mjög vel, en þetta er auðvitað alltaf svona skrítið þegar að verða miklar breytingar, það tekur smá tíma að finna taktinn og ná saman en jú jú það eru smá breytingar en við erum með þéttan og sterkan og spennandi hóp þannig að við eru bara spenntar fyrir framhaldinu", sagði Ási. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner