Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 28. júlí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Ási Arnars: Okkar styrkur í sumar, jafn og þéttur og sterkur hópur
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var svolítið sérstakur að mörgu leyti, ég veit ekki hvort að við eigum að tala um vorbrag í júlí eða hvað, þetta var svona mikið hik á þessu framan af", sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðablik eftir 5-0 sigur liðsins á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 KR

„KR-ingarnir komu bara sterkir til leiks og voru vel skipulagðar, grimmar, spiluðu á köflum vel. Við fengum mikið af hálffærum, náðum ekki alveg að opna leikinn svona kannski til að byrja með þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum í gegn og náði svona að opna marka reikninginn fyrir okkur. Seinni hálfleikur byrjaði kannski svolítið svipað en mér fannst svona eftir að við skorðum annað markið þá leið mér betur og var svona rólegri og mér fannst leikmenn rólegri líka og þá svona fór þetta að detta betur inn fyrir okkur.", bætti Ási við. 

Staðan var 1-0 eftir 72. mínútna leik en eftir að Karítas Tómasdóttir skoraði annað mark Blika á 72. mínútu var eftirleikurinn auðveldur fyrir Blika og var Ásmundur sammála því að þegar um 20. mínútur voru eftir að leiknum stefndi ekki í 5-0 sigur Blika. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á hóp Breiðabliks síðan í síðasta leik liðsins fyrir fimm vikum en Ási er ánægður með hópinn, 

„Bara mjög vel, en þetta er auðvitað alltaf svona skrítið þegar að verða miklar breytingar, það tekur smá tíma að finna taktinn og ná saman en jú jú það eru smá breytingar en við erum með þéttan og sterkan og spennandi hóp þannig að við eru bara spenntar fyrir framhaldinu", sagði Ási. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner