Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   fim 28. júlí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Ási Arnars: Okkar styrkur í sumar, jafn og þéttur og sterkur hópur
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var svolítið sérstakur að mörgu leyti, ég veit ekki hvort að við eigum að tala um vorbrag í júlí eða hvað, þetta var svona mikið hik á þessu framan af", sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðablik eftir 5-0 sigur liðsins á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 KR

„KR-ingarnir komu bara sterkir til leiks og voru vel skipulagðar, grimmar, spiluðu á köflum vel. Við fengum mikið af hálffærum, náðum ekki alveg að opna leikinn svona kannski til að byrja með þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum í gegn og náði svona að opna marka reikninginn fyrir okkur. Seinni hálfleikur byrjaði kannski svolítið svipað en mér fannst svona eftir að við skorðum annað markið þá leið mér betur og var svona rólegri og mér fannst leikmenn rólegri líka og þá svona fór þetta að detta betur inn fyrir okkur.", bætti Ási við. 

Staðan var 1-0 eftir 72. mínútna leik en eftir að Karítas Tómasdóttir skoraði annað mark Blika á 72. mínútu var eftirleikurinn auðveldur fyrir Blika og var Ásmundur sammála því að þegar um 20. mínútur voru eftir að leiknum stefndi ekki í 5-0 sigur Blika. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á hóp Breiðabliks síðan í síðasta leik liðsins fyrir fimm vikum en Ási er ánægður með hópinn, 

„Bara mjög vel, en þetta er auðvitað alltaf svona skrítið þegar að verða miklar breytingar, það tekur smá tíma að finna taktinn og ná saman en jú jú það eru smá breytingar en við erum með þéttan og sterkan og spennandi hóp þannig að við eru bara spenntar fyrir framhaldinu", sagði Ási. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner