Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. október 2020 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Fullkomið kvöld Man Utd - Börsungar unnu Juve
Rashford fer mjög vel af stað í Meistaradeildinni.
Rashford fer mjög vel af stað í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Messi skoraði annað mark Barcelona í sigri á Juventus.
Messi skoraði annað mark Barcelona í sigri á Juventus.
Mynd: Getty Images
Sancho og Haaland voru á skotskónum.
Sancho og Haaland voru á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Manchester United átti svo gott sem fullkomið kvöld í Meistaradeildinni í kvöld. Þeir burstuðu topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, RB Leipzig, á Old Trafford.

Man Utd spilaði mjög vel í leiknum og þeir komust yfir á 21. mínútu. Þar var að verki hinn bráðefnilegi Mason Greenwood, en spurning var með rangstöðu.

RB Leipzig skapaði sér ekki mikið af góðum færum og þegar leið á seinni hálfleikinn þá gekk United á lagið. Marcus Rashford kom inn á sem varamaður og hann skoraði tvisvar með stuttu millibili. Anthony Martial skoraði svo fjórða markið af vítapunktinum.

Rashford fullkomnaði svo þrennu sína áður en flautað var til leiksloka. Mögnuð innkoma hjá þessum magnaða einstaklingi.

Þar við sat og lokatölur 5-0 fyrir Man Utd sem er á toppi riðilsins með sex stig. RB Leipzig og PSG eru með þrjú stig og Istanbul Basaksehir er án stiga. United á framundan tvo leiki gegn Istanbul Basaksehir.

Barcelona vann stórleikinn
Það var stórleikur á Ítalíu í kvöld þar sem Ítalíumeistarar Juventus tóku á móti Lionel Messi og félögum hans í Barcelona. Cristiano Ronaldo var ekki með Juventus þar sem hann er enn með kórónuveiruna.

Barcelona komst yfir í fyrri hálfleik með marki Ousmane Dembele og undir lok leiksins skoraði Messi úr vítaspyrnu.

Barcelona er með sex stig í riðlinum og Juventus þrjú stig. Ferencvaros og Dynamo Kiev eru með eitt stig hvort, en liðin gerðu 2-2 jafntefli í kvöld.

Sevilla lagði Rennes, Jadon Sancho og Erling Haaland tryggðu Dortmund sigur á Zenit og þá gerðu Club Brugge og Lazio jafntefli.

E-riðill
Sevilla 1 - 0 Rennes
1-0 Luuk de Jong ('56 )

F-riðill
Borussia D. 2 - 0 Zenit
1-0 Jadon Sancho ('78 , víti)
2-0 Erling Haland ('90 )

Club Brugge 1 - 1 Lazio
0-1 Joaquin Correa ('14 )
1-1 Hans Vanaken ('42 , víti)

G-riðill
Juventus 0 - 2 Barcelona
0-1 Ousmane Dembele ('14 )
0-2 Lionel Andres Messi ('90 , víti)
Rautt spjald: Merih Demiral, Juventus ('85)

Ferencvaros 2 - 2 Dynamo K.
0-1 Viktor Tsygankov ('28 , víti)
0-2 Carlos De Pena ('41 )
1-2 Tokmac Nguen ('59 )
2-2 Franck Boli ('90 )
Rautt spjald: Sergiy Sydorchuk, Dynamo K. ('86)

H-riðill
Manchester Utd 5 - 0 RB Leipzig
1-0 Mason Greenwood ('21 )
2-0 Marcus Rashford ('76 )
3-0 Marcus Rashford ('78 )
4-0 Anthony Martial ('86 , víti)
5-0 Marcus Rashford ('90 )

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Chelsea lagði Krasnodar - Kean í stuði hjá PSG
Athugasemdir
banner
banner