Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
banner
   þri 28. nóvember 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Langar að sýna sig og sanna í efstu deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það kom í ljós fyrir stuttu, ég vissi að það væri stórt stökk að fara úr fyrstu deild á Íslandi yfir í efstu deild í Noregi. Ég ákvað að sýna mig og sanna hérna heima og mér fannst FH líta mjög vel út. Mér leið vel hjá FH í fyrra (tímabilið 2023) og ég ákvað að fara á þann kost," sagði Kjartan Kári Halldórsson við Fótbolta.net.

FH keypti Kjartan frá Haugesund á dögunum, um ári eftir að norska félagið keypti Kjarta frá Gróttu. Leikmaðurinn var á láni hjá FH á liðnu tímabili.

„Já, ég hefði alltaf getað farið út og reynt, maður getur alltaf gert það, en mér heyrðist á þeim að þeir hefðu viljað lána mig aftur. Mig langaði ekki að fara á lán aftur, þannig ég ákvað að ræða við þá og síðan kom FH upp. Ég ákvað að skrifa þar undir."

„Ég skrifaði undir þriggja ára samning, langar að sýna mig og sanna í efstu deild. Ég átti mitt fyrsta tímabil í efstu deild og langar að sýna mig og sanna þar."


Sérðu eftir því að hafa skrifað undir hjá Haugesund í fyrra?

„Nei, auðvitað ekki. Ég vissi að þetta væri ákveðið stökk, en þetta er bara partur af þessu, fótboltaheimurinn er harður. Ég sé ekki eftir neinu, ég allavega reyndi, það gekk ekki upp og þá reynir maður bara aftur."

Kjartan stefnir á að koma sér aftur út. „Auðvitað, það er alltaf stefnan. Núna þarf ég að byrja á því að sýna mig og sanna hérna heima og síðan sér maður hvað gerist."

Mjög faglega að öllu staðið hjá FH
Skoðaðiru aðra möguleika en FH? „Nei. Ég var þar á láni og leist gríðarlega vel á FH og ákvað að fara á það. Það var engin spurning að skrifa þar undir."

„Aðstaðan, hópurinn, þjálfarateymið - allt. Þetta er gríðarlega flottur klúbbur, stór klúbbur á Íslandi og ég bjóst ekki við þessu fyrst þegar ég kom á láni. Þetta er mjög 'professional' klúbbur,"
sagði Kjartan aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart hjá FH.

Tekur kaffibolla með Óskari á næstunni
Ræddiru við Óskar Hrafn Þorvaldsson, verðandi þjálfara Haugesund, áður en þú tókst þessa ákvörðun?

„Nei, ég talaði ekki við hann, en Óli Garðars (umboðsmaður) talaði við hann. Maður tekur kaffibolla með honum einhvern tímann á næstunni og þá ræðir maður við hann."

Kjartan og sonur Óskars, Orri Steinn, eru bestu vinir. „Við þekkjumst alveg, þekki hann vel. Hann þjálfaði mig upp alla yngri flokka hjá Gróttu."

Sérðu fyrir þér að þið munið vinna eitthvað saman í framtíðinni? „Maður veit aldrei, aldrei segja aldrei. Það gæti alveg gerst," sagði Kjartan.

Í viðtalinu ræðir Kjartan um sumarið með FH, meiðslin sem hann lenti í á Kópavogsvelli og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner