Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 28. nóvember 2024 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vonandi gengur það ef þetta er frábært tækifæri fyrir hann"
Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson hafa lengi spilað saman í vörn Blika.
Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson hafa lengi spilað saman í vörn Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Damir Muminovic rifti samningi sínum við Breiðablik á dögunum. Fjallað hefur verið um að Damir sé á leið til til Brúnei þar sem hann mun spila í úrvalsdeildinni í Singapúr.

Viktor Örn Margeirsson hefur spilað lengi við hlið Damir í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki en hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og var þar spurður út í þessar fréttir.

„Maður verður að sjá hvernig þetta spilast út hjá honum. Það er vonandi að það gangi eftir ef þetta er frábært tækifæri fyrir hann," sagði Viktor. „Það væri óskandi."

„Það er þá ný áskorun fyrir mig að spila með einhverjum öðrum. Ég spilaði einhverja leiki með Daniel (Obbekjær) síðasta sumar sem gekk vel að mestu leyti. Við Damir höfum spilað lengi saman og eigum fullt af leikjum saman. Ég þarf þá að aðlagast nýju. Það yrði tækifæri og verkefni sem væri gaman að takast á við."

Viktor segir að það yrði vont að missa Damir en fótboltinn sé svona. Ef Damir endar á því að fara, þá er Ásgeir Helgi Orrason möguleiki í stöðuna við hlið Viktors. Hann lék frábærlega með Keflavík síðastliðið sumar á láni frá Breiðabliki.

„Það er gríðarlegt efni og ég er hrikalega spenntur fyrir honum. Hann er frábær. Hann er með mikil gæði og er góður varnarmaður. Hann var líka farinn að spila framarlega á miðju hjá Keflavík. Hann er frábær fótboltamaður," sagði Viktor.

Allan útvarpsþáttinn er hægt að hlusta á hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner