Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 29. september 2020 19:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Gerðum okkur þetta erfitt fyrir
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík situr sem fastast á toppi Lengjudeildarinnar en liðið lagði ÍBV á Nettóvellinum í dag. Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks en áður en flautað var til hálfleiks hafði Joey Gibbs brennt af víti sem Eyjamenn nýttu sér vel, brunuðu upp í sókn og Jöfnuðu. Keflavík mætti þó ákveðið til leiks í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn með mörkum frá Ara Steini Guðmundssyni og Frans Elvarssyni úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir, klúðruðum víti og þeir skora á sömu mínútunni. En mér fannst við spila mjög vel í seinni hálfleiknum og löguðum ýmsa hluti, gerðum breytingar og liðið setti sig í gang almennilega.“
Sagði Siggi Raggi um leik Keflavíkur liðsins sem var nokkuð kaflaskiptur í dag.

Keflavík missir tvo menn í leikbann fyrir næsta leik sem er gegn Leikni F. á Nettóvellinum næstkomandi laugardag.

„Við erum með sterkan hóp og í dag vantaði okkur Adam Róberts og Kian Williams en menn stigu upp í staðinn. Helgi Þór fékk tækifærið og fiskaði tvö víti og kom inn með mikla vinnslu í liðið. Það kemur bara maður í manns stað og þó við missum tvo góða menn eru næstu tveir tilbúnir í næsta leik.“

Vallaraðstæður hafa verið talsvert í umræðunni síðustu daga eftir mikla vætutíð. Ekki var þó að sjá á Nettóvellinum að veðráttan hafi haft mikil áhrif á hann en hann leit mjög vel út og er til marks um góða vallarumhirðu vallarstjóra Keflavíkur.

„Frábær völlur og Sævar vallarstjóri er búinn að hugsa hrikalega vel um hann við líka reynum að stíga hann líka niður. Við æfum hérna og þetta er langflottasti völlurinn í deildinni og þótt víðar væri leitað.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan,
Athugasemdir