Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   þri 29. september 2020 19:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Gerðum okkur þetta erfitt fyrir
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík situr sem fastast á toppi Lengjudeildarinnar en liðið lagði ÍBV á Nettóvellinum í dag. Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks en áður en flautað var til hálfleiks hafði Joey Gibbs brennt af víti sem Eyjamenn nýttu sér vel, brunuðu upp í sókn og Jöfnuðu. Keflavík mætti þó ákveðið til leiks í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn með mörkum frá Ara Steini Guðmundssyni og Frans Elvarssyni úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir, klúðruðum víti og þeir skora á sömu mínútunni. En mér fannst við spila mjög vel í seinni hálfleiknum og löguðum ýmsa hluti, gerðum breytingar og liðið setti sig í gang almennilega.“
Sagði Siggi Raggi um leik Keflavíkur liðsins sem var nokkuð kaflaskiptur í dag.

Keflavík missir tvo menn í leikbann fyrir næsta leik sem er gegn Leikni F. á Nettóvellinum næstkomandi laugardag.

„Við erum með sterkan hóp og í dag vantaði okkur Adam Róberts og Kian Williams en menn stigu upp í staðinn. Helgi Þór fékk tækifærið og fiskaði tvö víti og kom inn með mikla vinnslu í liðið. Það kemur bara maður í manns stað og þó við missum tvo góða menn eru næstu tveir tilbúnir í næsta leik.“

Vallaraðstæður hafa verið talsvert í umræðunni síðustu daga eftir mikla vætutíð. Ekki var þó að sjá á Nettóvellinum að veðráttan hafi haft mikil áhrif á hann en hann leit mjög vel út og er til marks um góða vallarumhirðu vallarstjóra Keflavíkur.

„Frábær völlur og Sævar vallarstjóri er búinn að hugsa hrikalega vel um hann við líka reynum að stíga hann líka niður. Við æfum hérna og þetta er langflottasti völlurinn í deildinni og þótt víðar væri leitað.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan,
Athugasemdir