Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 29. september 2020 19:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Gerðum okkur þetta erfitt fyrir
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík situr sem fastast á toppi Lengjudeildarinnar en liðið lagði ÍBV á Nettóvellinum í dag. Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks en áður en flautað var til hálfleiks hafði Joey Gibbs brennt af víti sem Eyjamenn nýttu sér vel, brunuðu upp í sókn og Jöfnuðu. Keflavík mætti þó ákveðið til leiks í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn með mörkum frá Ara Steini Guðmundssyni og Frans Elvarssyni úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir, klúðruðum víti og þeir skora á sömu mínútunni. En mér fannst við spila mjög vel í seinni hálfleiknum og löguðum ýmsa hluti, gerðum breytingar og liðið setti sig í gang almennilega.“
Sagði Siggi Raggi um leik Keflavíkur liðsins sem var nokkuð kaflaskiptur í dag.

Keflavík missir tvo menn í leikbann fyrir næsta leik sem er gegn Leikni F. á Nettóvellinum næstkomandi laugardag.

„Við erum með sterkan hóp og í dag vantaði okkur Adam Róberts og Kian Williams en menn stigu upp í staðinn. Helgi Þór fékk tækifærið og fiskaði tvö víti og kom inn með mikla vinnslu í liðið. Það kemur bara maður í manns stað og þó við missum tvo góða menn eru næstu tveir tilbúnir í næsta leik.“

Vallaraðstæður hafa verið talsvert í umræðunni síðustu daga eftir mikla vætutíð. Ekki var þó að sjá á Nettóvellinum að veðráttan hafi haft mikil áhrif á hann en hann leit mjög vel út og er til marks um góða vallarumhirðu vallarstjóra Keflavíkur.

„Frábær völlur og Sævar vallarstjóri er búinn að hugsa hrikalega vel um hann við líka reynum að stíga hann líka niður. Við æfum hérna og þetta er langflottasti völlurinn í deildinni og þótt víðar væri leitað.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan,
Athugasemdir
banner