Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 29. september 2020 19:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Gerðum okkur þetta erfitt fyrir
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík situr sem fastast á toppi Lengjudeildarinnar en liðið lagði ÍBV á Nettóvellinum í dag. Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks en áður en flautað var til hálfleiks hafði Joey Gibbs brennt af víti sem Eyjamenn nýttu sér vel, brunuðu upp í sókn og Jöfnuðu. Keflavík mætti þó ákveðið til leiks í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn með mörkum frá Ara Steini Guðmundssyni og Frans Elvarssyni úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir, klúðruðum víti og þeir skora á sömu mínútunni. En mér fannst við spila mjög vel í seinni hálfleiknum og löguðum ýmsa hluti, gerðum breytingar og liðið setti sig í gang almennilega.“
Sagði Siggi Raggi um leik Keflavíkur liðsins sem var nokkuð kaflaskiptur í dag.

Keflavík missir tvo menn í leikbann fyrir næsta leik sem er gegn Leikni F. á Nettóvellinum næstkomandi laugardag.

„Við erum með sterkan hóp og í dag vantaði okkur Adam Róberts og Kian Williams en menn stigu upp í staðinn. Helgi Þór fékk tækifærið og fiskaði tvö víti og kom inn með mikla vinnslu í liðið. Það kemur bara maður í manns stað og þó við missum tvo góða menn eru næstu tveir tilbúnir í næsta leik.“

Vallaraðstæður hafa verið talsvert í umræðunni síðustu daga eftir mikla vætutíð. Ekki var þó að sjá á Nettóvellinum að veðráttan hafi haft mikil áhrif á hann en hann leit mjög vel út og er til marks um góða vallarumhirðu vallarstjóra Keflavíkur.

„Frábær völlur og Sævar vallarstjóri er búinn að hugsa hrikalega vel um hann við líka reynum að stíga hann líka niður. Við æfum hérna og þetta er langflottasti völlurinn í deildinni og þótt víðar væri leitað.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan,
Athugasemdir
banner
banner