Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 29. september 2024 16:58
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„0-0 leikur, bæði liðin að reyna og þetta sveiflaðist fram og til baka. Ég er ánægður með það, við erum búin að spila tvo leiki við Þór og þar hefur sóknarlínan þeirra, og sérstaklega Sandra María, farið illa með okkur. Mér fannst við díla vel við hana, og þær. Og svo hérna í lokinn fáum við möguleika og nýtum þá ekki. 0-0, ekkert mark, hundfúlt en ásættanleg úrslit“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

„Ég held að ef að annað hvert liðið hefði skorað þá hefði það verið rosalega súr tilfinning þeim megin sem tapið hefði lent. Þetta var jafn leikur, barningur en bæði lið að reyna. Það sveiflaðist aðeins hérna í restina“ hélt hann svo áfram. 

Þróttur situr í fimmta sætinu þegar einn leikur er eftir af mótinu og hefur að engu að keppa. Aðspurður hvort að það sé erfitt að hvetja leikmenn áfram í leiki sem í raun skipta engu máli segir hann: „Ég verð að segja, nú er ég í fyrsta skiptið með stelpur að þjálfa og ég er alveg hrikalega ánægður með hvað þær sjálfar eru góðar að hvetja sig í það að spila þessa leiki upp á lítið annað heldur en heiðurinn og auðvitað að fá fleiri stig og það hefur ekkert verið flókið fyrir mig sem þjálfara að stíga inn í það því að það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir