Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 29. september 2024 16:58
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„0-0 leikur, bæði liðin að reyna og þetta sveiflaðist fram og til baka. Ég er ánægður með það, við erum búin að spila tvo leiki við Þór og þar hefur sóknarlínan þeirra, og sérstaklega Sandra María, farið illa með okkur. Mér fannst við díla vel við hana, og þær. Og svo hérna í lokinn fáum við möguleika og nýtum þá ekki. 0-0, ekkert mark, hundfúlt en ásættanleg úrslit“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

„Ég held að ef að annað hvert liðið hefði skorað þá hefði það verið rosalega súr tilfinning þeim megin sem tapið hefði lent. Þetta var jafn leikur, barningur en bæði lið að reyna. Það sveiflaðist aðeins hérna í restina“ hélt hann svo áfram. 

Þróttur situr í fimmta sætinu þegar einn leikur er eftir af mótinu og hefur að engu að keppa. Aðspurður hvort að það sé erfitt að hvetja leikmenn áfram í leiki sem í raun skipta engu máli segir hann: „Ég verð að segja, nú er ég í fyrsta skiptið með stelpur að þjálfa og ég er alveg hrikalega ánægður með hvað þær sjálfar eru góðar að hvetja sig í það að spila þessa leiki upp á lítið annað heldur en heiðurinn og auðvitað að fá fleiri stig og það hefur ekkert verið flókið fyrir mig sem þjálfara að stíga inn í það því að það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner