Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 29. september 2024 16:58
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„0-0 leikur, bæði liðin að reyna og þetta sveiflaðist fram og til baka. Ég er ánægður með það, við erum búin að spila tvo leiki við Þór og þar hefur sóknarlínan þeirra, og sérstaklega Sandra María, farið illa með okkur. Mér fannst við díla vel við hana, og þær. Og svo hérna í lokinn fáum við möguleika og nýtum þá ekki. 0-0, ekkert mark, hundfúlt en ásættanleg úrslit“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

„Ég held að ef að annað hvert liðið hefði skorað þá hefði það verið rosalega súr tilfinning þeim megin sem tapið hefði lent. Þetta var jafn leikur, barningur en bæði lið að reyna. Það sveiflaðist aðeins hérna í restina“ hélt hann svo áfram. 

Þróttur situr í fimmta sætinu þegar einn leikur er eftir af mótinu og hefur að engu að keppa. Aðspurður hvort að það sé erfitt að hvetja leikmenn áfram í leiki sem í raun skipta engu máli segir hann: „Ég verð að segja, nú er ég í fyrsta skiptið með stelpur að þjálfa og ég er alveg hrikalega ánægður með hvað þær sjálfar eru góðar að hvetja sig í það að spila þessa leiki upp á lítið annað heldur en heiðurinn og auðvitað að fá fleiri stig og það hefur ekkert verið flókið fyrir mig sem þjálfara að stíga inn í það því að það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner