Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 29. september 2024 16:58
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„0-0 leikur, bæði liðin að reyna og þetta sveiflaðist fram og til baka. Ég er ánægður með það, við erum búin að spila tvo leiki við Þór og þar hefur sóknarlínan þeirra, og sérstaklega Sandra María, farið illa með okkur. Mér fannst við díla vel við hana, og þær. Og svo hérna í lokinn fáum við möguleika og nýtum þá ekki. 0-0, ekkert mark, hundfúlt en ásættanleg úrslit“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

„Ég held að ef að annað hvert liðið hefði skorað þá hefði það verið rosalega súr tilfinning þeim megin sem tapið hefði lent. Þetta var jafn leikur, barningur en bæði lið að reyna. Það sveiflaðist aðeins hérna í restina“ hélt hann svo áfram. 

Þróttur situr í fimmta sætinu þegar einn leikur er eftir af mótinu og hefur að engu að keppa. Aðspurður hvort að það sé erfitt að hvetja leikmenn áfram í leiki sem í raun skipta engu máli segir hann: „Ég verð að segja, nú er ég í fyrsta skiptið með stelpur að þjálfa og ég er alveg hrikalega ánægður með hvað þær sjálfar eru góðar að hvetja sig í það að spila þessa leiki upp á lítið annað heldur en heiðurinn og auðvitað að fá fleiri stig og það hefur ekkert verið flókið fyrir mig sem þjálfara að stíga inn í það því að það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner