Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 29. október 2019 19:13
Hafliði Breiðfjörð
Guðni: Virðist nóg fyrir þessi tvö lið að veifa hendinni
Guðni í Kaplakrika í dag.
Guðni í Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gleðidagur í Kaplakrika í dag og við fögnum þessu svo sannarlega," sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH við Fótbolta.net undir kvöld en félagið hafði þá gert tveggja ára samning við Sigríði Láru Garðarsdóttur sem kemur til félagsins frá ÍBV. En var erfitt að landa henni?

„Nei, það var ekki erfitt en það voru ansi mörg lið á eftir henni eins og þeir vita sem fylgjast með kvennaboltanum. Það að hún skuli velja FH er gríðarleg viðurkenning fyrir það starf sem við erum að vinna hérna og sýnir að þetta er klúbbur sem ætlar sér stóra og mikla hluti kvennamegin, og viðurkenning á okkar starf."

FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra og vann sér um leið sæti í Pepsi Max-deildinni. Það var þó erfið fæðing því þegar möguleikinn opnaðist í ágúst að vinna sætið í næsta leik drógst það fram í lokaumferðina. En kemur Sísí Lára með reynslu sem þarf í hópinn.

„Já klárlega, hún kemur með aðra vídd í okkar lið sem er eitthvað sem við höfum verið að leita að. Við erum gríðarlega spennt fyrir því að vinna með henni."

Er FH að gefa frá sér skilaboð með því að semja við svo öflugan leikmann?

„Þetta eru klárlega skilaboð. FH er klúbbur sem aðrir þurfa að fylgjast vel með. Það sem Sísí er að gera í dag sýnir líka að það eru ekki allar leiðir á tvo staði, skýr skilaboð.Það eru fleiri lið en þessi tvö," sagði Guðni en hann á þar við Val og Breiðablik. Er erfitt að keppa við þau lið um leikmenn?

„Já, það vita það allir. Það virðist vera nóg fyrir þessi tvö lið að veifa hendinni þá stökkva aðrir leikmenn á vagninn. En það eru grenilega ekki allir sem gera það."

Auk Sigríðar Láru hefur FH samið við Hrafnhildi Hauksdóttur sem kom frá Selfossi og Birtu Georgsdóttur sem var á láni hjá þeim frá Stjörnunni. En ætlar Guðni að styrkja liðið frekar?

„Það er allt í vinnslu, við erum með gríðarlega skemmtilegt lið, góða blöndu, hungraða leikmenn sem er virkilega spennandi og kappsmál að vinna með. Það eru bjartir og spennandi tímar framundan," sagði Guðni en það er stökk á milli deildanna, hann þarf sterkara lið í efstu deild?

„Að sjálfsögðu þarf það. En að er ekki nóg að vera bara með einstaklingana. Það þarf líka að stökkva og laga og bæta og styrkja umgjörð og utanumhald. FH er að gera það á öllum sviðum,"
„Alls ekki, bara að taka næsta skref. Maður tekur ekki hástökk heldur eitt skref í einu og þessi undirskrift er hluti af því."

Mun FH keppa í fallbaráttu næsta sumar eða er stefnan sett ofar?

„FH liðið er ekki að fara að vera í einhverri fallbaráttu. Það er alveg klárt," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner